Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 40
Sönnun aö handum
hjúskapar síns og ef til vill er honum búskapurinn á Þýf-
um svona minnisstæður vegna þess að þar hefur hann átt
heima, þegar hann varð fyrir því áfalli að missa bæði unn-
ustu sina og eina barn þeirra.
En einkennilegt er nú þetta. Það er komið á annað hund-
rað ár síðan afi minn dó. Feril hans þekkti ég ekki fyrr en
ég á mínum efri árum fór að rekja hann. Fyrir liinu hef ég
heimildir, að það hefur oft gerst á miðilsfundum, að kom-
ið hefur í gegn maður, sem segist heita Magnús og vera
frá Þýfum, og að hann vilji láta vita af sér. Hefur þetta
einkum gerst þegar fólk af Austurlandi hefur setið fundi,
þótt það kannaðist ekkert við þetta bæjarnafn og væri
jafnófrótt eftir sem áður. Munt þú, sem skrifar þessi orð
eftir mér, geta vottað, að ég fer hér með rétt mál.
- Svo er víst. Og heldur þú þá að þú eigir eftir að hitta
afa þinn og nafna frá Þýfum, þótt seinna verði?
- Já, já, við lifum þótt við deyjum, og ég á alveg áreið-
anlega eftir að hitta bæði afa minn og aðra frændur, sem
farnir eru á undan mér.
Þannig lauk spjalli okkar Magnúsar Stefánssonar forð-
um. Þegar hinn aldni garpur gekk frá mér, föstum,
ákveðnum skrefum, og þó léttur í spori, þrátt fyrir háan
aldur, voru mér i hug tvær hendingar úr frægu afbragðs-
kvæði Stephans G. Stephanssonar um Ingjald bónda í
Hergilsey, þann er var hjálparmaður Gísla Súrssonar forð-
um:
Því sál hans var stœlt af því eðli sem er
í œttlandi hörðu, sem dekrar viðfátt...
38 MORGUNN