Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 66
Er líf eftir dauðarm?
ið aftur úr gröfinni til að segja frá afdrifum sínurn. Sam-
kvæmt kristinni trú lifir maðurinn eftir dauðann, en þar
kemur lítið fram hvers eðlis sú tilvera er.
Spíritistar leggja áherslu á sannanir fyrir framhaldslífi
fyrir tilstilli miðla og erfitt er að neita því að margt hefur
komið fram sem bendir til lífs að þessu loknu. Engar aðr-
ar haldbærar skýringar hafa að minnsta kosti enn komið
fram hvað slíkar sannanir varðar.
Á ráðstefnunni komu fram sjónarmið mismunandi aðila
sem skýrðu frá reynslu sinni og rannsóknum.
Þarna voru margir þekktir miðlar, bæði frá Bandaríkj-
unum, Bretlandi, Þýskalandi, Italíu og Sviss. Dr. David
Fontana, formaður Breska sálarrannsóknafélagsins, var
einn þeirra sem ráðstefnuna sóttu, en hann er jafnframt
formaður þeirrar deildar Breska sálfræðingafélagsins,
sem rannsakar yfirskilvitleg fyrirbæri. Hann hefur skrifað
tuttugu bækur um efni á sínu sérsviði, sem þýddar hafa
verið á 22 tungumál. Þannig
hefur hann rannsakað og skrifað um tengsl sálrænna
hugmyndakerfa í vestur- og austurlöndum, aðferðir til vit-
undarvikkunar, einnig bækur um drauma og hugleiðslu.
„Mikilvægustu spurningarnar sem við spyrjum okkur sjálf
á lífsleiðinni,“ segir hann, „snerta lífið eftir dauðann og cðli
þess. Hin mikla andlega og mystiska arfleifð og rannsóknir á
miðilssamböndum, sem gerðar hafa verið af framúrskarandi
vísindamönnum, veita ástæðu til að ætla að maðurinn lifi af
líkamsdauðann. Rannsóknir á fólki sem vaknað hefur á ný
eftir kliniskan dauða, fela í sér margar mikilsverðar ábend-
ingar um framhaldslíf, en þetta hefur verið rannsakað sam-
kvæmt ítrustu kröfum um vísindalega nákvæmni. Ég tel að
slíkur vitnisburður veiti svo mikla ástæðu til bjartsýni að
áður en varir munu vísindin taka hann alvarlega.“
64 MORGUNN