Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 25
Sæluhúsið við Jökulsá
Danski höfuðsmaðurinn Daníel Bruun, kom í Hvítárnes
sumarið 1897 og rannsakaði nokkuð tóftarbrotin þar. 1
bók sinni „Fortidsminder og Nutidshjem pá Island," segir
hann að þarna sé unr 4-5 hústóftir að ræða. Um aldur
þeirra er lítt vitað, en dr. Sigurður Þórarinsson telur í bók
sinni Heklueldar, að gjóskulag þarna sýni, að þessi bær
hafi farið í eyði ekki síðar en í Heklugosinu árið 1104.
Sæluhúsið við Jökulsá
Frá Grímsstöðum á Hólsíjöllum, að Reykjahlíð við Mý-
vatn, er nú innan við klukkustundar akstur. Þetta var þó
fyrst mögulegt eftir að efri brúin kom á Jökulsá, árið
1947, en hún stytti leiðina milli Norður- og Austurlands
um 60-70 kílómetra.
Fyrir þann tíma var ferja á Jökulsá, litlu neðar en brúin
er.
Sumarið 1883 var reist sæluhús vestan við ferjustaðinn,
til afnota fyrir landpóst og aðra ferðamenn, sem urðu að
leggja leið sína um þessi öræfi á vetrum Það stendur rétt
á árbakkanum vestan megin, þar sem ferjað var yfir ána
frá Grímsstöðum á Fjöllum, en frá ánni til Grímsstaða er
5 kílómetra vegur.
Húsið er hlaðið úr höggnu grjóti, bundnu saman með
steinlími. Yfirsmiður þess var Gamalíel Einarsson, stein-
höggvari, og kostaði það upp komið um tvö þúsund krón-
ur. Neðst er kjallari og liggja niður í hann nokkrar tröpp-
ur og heldur þröngar dyr. Kjallarinn var notaður sem hest-
hús.
Yfir kjallaranum eru tvö herbergi og var ofn og
rúmbálkur í innra herberginu, ásanrt borði. Milli herbergj-
MORGUNN 23