Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 73
Er líf eftir dauðaim ?
„Parasálfræðin,“ segir hann, „hefur uppgötvað mörg til-
vik þar sem ég-vitund einstaklingsins heldur áfram að
vera til og getur haft samband við jarðsviðið þrátt fyrir
dauða jarðlíkamans. Parasálfræðin telur þetta beinar
reynslusannanir fyrir framhaldslífi. Menn geta velt ýmsu
fyrir sér varðandi framhaldslíf, en ekki verður komist
framhjá þeim staðreyndum og sönnunum sem rannsóknir
á sviði parasálfræðinnar hafa fram að færa.“
Tíbetskur munkur, Lodro Tulku Lobsang Rinpoche að
nafni, sótti einnig ráðstefnuna. Hann er ábóti í klaustur-
stofnun í Tíbet, fæddist og ólst upp í Tíbet. Hann nam tí-
besk fræði og gerðist kennari af hæstu gráðu í tíbeskum
munkafræðum. A ráðstefnunni fjallaði hann um hina
frægu „Dauðrabók,“ þar sem því er lýst hvað gerist þegar
maðurinn deyr og flytur yfir á annað tilverusvið. Þetta eru
forn og viðurkennd fræði í Tíbet, en Dauðrabókina sömdu
tíbetskir andlegir meistarar sem leiðbeiningarit. Bókin
liefur verið þýdd á mörg tungumál.
Dr.dr. Walter von Lucadou, eðlisfræðingur og sálfræð-
ingur, formaður félagsins „Parapsychology Information
Services“ starfar í Freiburg i Þýskalandi. Frá 1979 til
1985 var hann vísindalegur ráðunautur við parasálfræði-
deild háskólans þar, starfaði einnig sem dósent við rann-
sóknastofu parasálfræðideildar háskólans í Utrecht. Árið
1989 stofnaði hann síðan fyrrnefnda ráðgjafadeild. Hann
hefur skrifað margar bækur á sviði parasálfræði s.s. „Lit-
róf parasálfræðinnar“ (Spektrum der Parapsychologie,
útg.1983, Eberhard Bauer)- „Psi-hvað býr þar að baki?“
(Psi-was
verbirgt sich dahinter?, útg. 1984, Eberhard Bauer und
Chaos), „Unga fólkið og dulhyggjan“ (Jugendliche im
MORGUNN 71