Morgunn - 01.06.1998, Side 105
Kristín Karlsdóttir
4. ágúst tók Kristín Karlsdóttir mig í heilun. Á meðan á
henni stóð fann ég fyrir miklum hita og svo fann ég sáran
verk í öðru eistanu.
5. ágúst fór ég síðan í fyrrnefnda mælingu. Að þeirri
prófun og skoðun lokinni sagði læknirinn að eitthvað
hefði gerst, sem gerði það að verkum að skurðaðgerðin
væri óþörf og bað mig að koma til sín ef mér þætti ástæða
til, sem ekki hefur verið hingað til.“
Frásögn komt:
„Það mun hafa verið í október, sem maðurinn minn
hringdi til Kristínar Karlsdóttur og bað hana um fyrirbæn.
Hún biður hann að hafa kyrrt um sig og kveikja á kerti,
sem hann og gerir. Á meðan var ég ásamt tvítugri dóttur
okkar, í eldhúsinu en á neðri hæðinni var 8 ára sonur okk-
ar með vini sínum, og voru þeir í háværum leik. Leist mér
ekki nógu vel á það, því það átti að vera ró i húsinu svo
maðurinn minn fengi frið.
Halla ég þá aftur eldhúshurðinni. Fundum við, ég og
dóttir mín, fyrir þessari sérstöku helgi, sem ég finn alltaf
fyrir ef ég er að biðjast fyrir. Það var ég þó ekki að gera
nú, ekki í eiginlegri merkingu.
Rétt er að taka fram að ég er skyggn og hef verið svo
síðan ég man eftir mér.
Sé ég koma eftir ganginum, ungan og stæltan indiána.
Hreyfði hann sig á mjög skondinn hátt, sem ég vissi ekki
hvað táknaði. Á bringunni var hann með skásett strik,
rautt og blátt, og var gulur ferhyrningur utan um þau. Á
hægri upphandlegg var hann með svartan borða eða rönd.
Á eftir honum kom maður, frekar lágvaxinn, á miðjum
aldri, og var hann í síðum, frekar grófgerðum, hvítum
sloppi. Á eftir honum kom ákaflega fíngerður munkur í
MORGUNN 103