Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 71
Er líf eftir dauðann?
hann greinarhöfundi að bókin yrði gefin út á þessu ári.
Greinarhöfundur hefur lesið bók dr. John E. Macks og
getur staðfest að þar kemur ffam mikil viðhorfsbreyting
hjá mörgu því fólki sem farið hefur gegnum reynslu af ut-
anjarðarverum. Það öðlast víðari og dýpri lífssýn og ótt-
inn við dauðann hverfúr, einnig er algengt að þessir ein-
staklingar öðlist ýmsa hæfileika sem þeir ekki hafa áður
haft, t.d. ljarskynjunarhæfileika og aukið skynsvið.
Werner J. Meinhold, sállæknir, heilari og rannsókna-
maður á sviði dáleiðslu og endurholdgunarkenningar, er
formaður fýrir „Society for therapeutic hypnosis and res-
earch into hypnosis“ (Félag dáleiðslu-sállækna og þeirra
sem stunda rannsóknir á dáleiðslu). Rit eftir hann eru:
„Stóra dáleiðsluhandbókin" (Das grosse Handbuch der
Hypnose, 6.útg.'97), „Endurholdgun manns gegnum ár-
þúsundir" (Der Wiederverkörperungsweg eines Mensc-
hen durch die .lahrtausende (1989)), „Sállækning með
hjálp dáleiðslu -almenn þekkingaratriði“ (Psychotherapie
in Hypnose - Was jeder darúber wissen sollte, útg. 1989),
„Krabbamein - blekkingar varðandi sjúkdóminn - baksvið
hans lækning“ (Krebs - eine mystifizierte Krankheit.
Hintergrúnde und ganzheitliche Aufarbeitung, útg. 1996).
„Spurningin um líf efitir dauðann“ segir Meinhold, „opnar
um leið sýn inn á lífið á undan jarðvistinni.“
Framlag parasálfrœðinga
Parasálfræðingurinn dr. Milan Ryzl, sem heimskunnur
er á sínu sviði, nam eðlis- og efnafræði í Evrópu, en hélt
síðan til Sovétríkjanna til náms í parasálfræði, einnig
stundaði hann rannsóknir á Indlandi og í Evrópu. Eftir
MORGUNN 69