Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 46
Dularfull fyrirbrigöi
ama, og þá fyrst og fremst í samband við framliðna menn.
Þessa sannfæring sína byggja mennirnir á atburðum,
sem þeir fullyrða að séu að gerast nú á tímum.
Mér þótti gaman að þessum bókum. Þær höfðu ekki sér-
lega sannfærandi áhrif á mig. En þær bentu svo áþreifan-
lega á þá ríku tilhneigingu, sem býr á þessum síðustu ára-
tugum í hugum sumra þeirra manna er ekki aðhyllast
kenningar kristindómsins, til þess að leita burt frá þeirri
lífsskoðun, er neitar því að sálin sé annað en afleiðing af
sérstökum líffærastörfum i mannlegum líkum, lífsskoðun,
sem nefnd er materialismi og mjög hefir verið haldið fram
af merkum vísindamönnum.
Þessi tilhneiging var mér hugnæm. Og við það sat.
Þar til er mér barst í hendur bók, sem heitir: „Human
Personality and its survival of bodily death“ (Persónuleik-
ur mannsins og framhald á lífi hans eftir likamlegan
dauða}, eftir Frederic W. H. Myers, forseta Sálarrann-
sóknafélagsins breska (Society of psychical research), þá
vaknaði hjá mér ákveðin löngun til þess að kynnast þeim
fyrirbrigðum, sem hér er um að tefla, nákvæmar en af
bókum.
Félag þetta var stofnað fyrir nálægt 30 árum af nokkrum
af hinum merkustu mönnum Breta. Stofnendur voru með-
al annarra nokkrir af ágætustu vísindamönnum Englend-
inga, þar á meðal Sir Wiliiam Crookes, einn af allra
fremstu eðlis- og efnafræðingum veraldarinnar, og Alfred
Russel Wallace, sem kom fram með breytiþróunarkenn-
inguna samtímis Darwin, tveir biskupar í ensku kirkjunni
og nokkrir afburðamenn í stjórnmálum, þar á meðal Glad-
stone og Balfour, núverandi forsætisráðherra Breta.
Grundvallarhugsanir, sem fyrir stofnendunum vöktu,
voru á þessa leið:
44 MORGUNN