Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 38
Sönnun aó handam
fæti að hann hefði auðveldlega getað verið svo sem tíu til
tólf árum yngri.
Ætt og uppruni
- Eins og þú veist, Magnús, þá eru íslendingar óskap-
lega forvitnir hver um annan. Viltu ekki svala forvitni les-
enda okkar með því að segja þeim eitthvað um ætt þína?
- Það er svo sem ekki nema sjálfsagt, ef einhver hefur
gaman af því að lesa slíkt. Ég er upp runninn á Austur-
landi, eins og fram hefur komið hér á undan, en ættirnar
liggja þó víðar, eins og hjá flestum. Og taktu nú eftir,
hversu marga ættliði ég fer aftur í tímann.
Fyrir nokkuð löngu var merkisklerkur einn í Vallanesi á
Héraði austur. Hann átti tvo sonu og hét annar Jón en hinn
Eiríkur. Þeir kvæntust sinni systurinni hvor, dætrum Ei-
ríks Hallssonar á Steinsvaði. Þar með náðu saman tvær
stærstu ættir á Austurlandi, Njarðvíkurætt og svo kölluð
Vallanesætt. Jón þessi Jónsson, prestssonurinn, bjó lengi í
Bót og var hreppstjóri. Dóttir hans giftist Sigurði Bene-
diktssyni frá Rangá. Dóttir þeirra hjóna var Oddný amma
mín, móðir mömmu minnar. Svo getur þú dundað þér við
að telja liðina aftur á bak, þegar þú nennir og mátt vera að.
Föðurætt mín er úr Eyjafirði, þegar fram í kemur. Mað-
ur er nefndur Árni og var kallaður Eyjatjarðarskáld. Son-
ur hans, Jóhannes að nafni, fluttist austur á Hérað og
kvæntist þar Kristbjörgu nokkurri Jónsdóttur af Eyjasel-
sætt. Eitt af börnum þeirra var Magnús afi minn og nafni,
faðir foður míns.
Magnús var lengi í Fögruhlíð en fluttist svo norður í
Böðvarsdal í Vopnafirði. Þá bjó þar Rafn nokkur frá Hræ-
rekslæk í Hróarstungu. Nú trúlofast Magnús afi minn
dóttur bónda og þau eignuðust eitt barn saman. Heldur
36 MORGUNN