Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 60
Dularfull fyrirbrigði
ára piltur, sest á legubekk í herbergi sjúklingsins. Vand-
lega er breitt fyrir glugga með því að það er reynsla, ekki
aðeins hér, heldur og um allan heim, að fyrirbrigðin eru
meiri örðugleikum bundin, ef bjart er. Eftir eina til tvær
mínútur hefúr miðillinn misst meðvitundina að því leyti,
að hann veit ekkert í ÞENNAN heim. En hann talar þá oft
við verur úr ÖÐRUM heimi, að því er honum sjálfum
finnst. Tilfinninguna hefur hann og misst, svo að stinga
má hann með nálum að óvörum, hvar sem vill um lík-
amann, án þess að hann verði þess minnstu vitund var.
Þetta ástand er á útlendum málum nefnt TRANCE. Hér er
það kallað MILLIBILSÁSTAND.
Þegar miðillinn er kominn í þetta ástand, er farið að tala
út af vörum hans, án þess að varirnar bærist minnstu vit-
und. ÞAÐ hefur margsinnis verið athugað í björtu ljósi
við aðrar tilraunir en hjá þessum sjúklingi. Málrómurinn
er allur annar en miðilsins, og fer eftir því, hver segist
vera að tala í það og það skiptið.
Að sjálfsögðu geta verið skiptar skoðanir um það, hverj-
ir það cru, sem tala út af vörum miðilsins, hvort það séu
einhverjir ókcnndir þættir í persónu miðilsins sjálfs eða
verur frá öðrum heimi. Og séu það verur frá öðruni heimi,
þá hvort verurnar séu þær, sem þær scgjast vera, eða cin-
hverjar aðrar. Það mál verður ekki rætt í Fjallkonunni að
þessu sinni. Um það trúir hver því, sem honum þykir lík-
legast. En til þess að gera frásögnina einfaldari, eru hér
teknar gildar sögusagnir þeirra, sem tala um það hverjir
þeir séu.
Athöfnin byrjar ávalt með hjartnæmri bæn, þegar mið-
illinn er kominn í millibilsástandið. Þá bæn flytur stund-
um þjóðkunnur íslenskur vísindamaður, sem látinn er fyr-
ir nálægt 15 árum, en stundum prestur, sem lést á Vestur-
58 MORGUNN