Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 20
Fyribœri á fjöllum
aði ég samt með mestu varfærni og fór inn, en varð
einskis var. Enginn var þar sjáanlegur, þó að ég leitaði í
hverju skoti. Lokaði ég því næst og hélt inn til konu minn-
ar aftur.
Sofnuðum við fljótlega. Var ég því mjög feginn hvað
kona mín var kjarkmikil og rólynd, og gerði litið úr þessu.
Efitir þessa nótt heyrðum við oft högg, ýmislegt fært úr
stað og glamur í verkfærum, en við létum það ekki á okk-
ur fá.
Eina nóttina vöknuðum við við það að barið var í norð-
urhlið skúrsins á móts við rúmið okkar. Þessi högg endur-
tóku sig nokkra stund. Þá þaut ég í náttfotunum einum
saman, út og norður fyrir skúrinn. Þar var engan að sjá. Ég
fór hringinn í kringum skúrinn og síðan sæluhúsið, en
varð einskis var.“
Að lokum er eitt atvik, sem Eyþóri fannst einna merki-
legast, af því sem fyrir þau hjón bar, meðan þau voru í
Hvítárnesi:
„Það gerðist morgun einn klukkan tæplega sjö. Við vor-
um nývöknuð og að tala saman. Þá heyrum við undirgang
mikinn og að riðið er hart heim að skúrnum, norðan og
vestan frá, suður með skúrhliðinni og farið af baki. Við
heyrðum hringl í beislistöngum, eins og þegar hestar
hrista sig eftir harða reið.
„Þetta eru fjárverðirnir, segi ég við konu mína. Þeir hafa
verið að reka frá, að venju, og langar í kaffisopa.“
Hún segist þá skuli hita kaffi, en ég fer til dyra, lýk upp,
en sé engan mann eða hesta. Ég fer allt í kringum skúrinn
og sæluhúsið, en verð einskis var og fer inn aftur við svo
búið. Þá er konan komin á fætur og byrjuð að hita vatn í
kaffið.
18 MORGUNN