Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 72
Er líf eflir dauðann?
hann liggja fimmtán bækur sem flestar teljast höfuðrit á
sínu sviði. Þar á meðal er bókin „Dauðinn og það sem við
tekur“ - (Der Tod und was danach kommt - Das Weiter-
leben aus der Sicht der Parapsychologie) - „Dauðinn og
framhaldslífið frá sjónarmiði parasálfræðinnar."
Hann telur að með hjálp yfirskilvitlegrar skynjunar
(ASW-aussersinnliche Wahrnehmung), sem hægt sé að
þjálfa, sé hægt að skynja þá veröld sem tekur við eftir
jarðlífið.
„Ég er fullkomlega sannfærður um að trúarbragðahöf-
undar mannkynsins hafa orðið fyrir reynslu af þessu tagi
og um leið öðlast skilning á þeim lögmálum sem ríkja
varðandi framhaldslífið. Öll trúarbrögð grundvallast á
slíkri reynslu.“ Hann telur alla menn geta með ákveðinni
þjálfun öðlast slíka skynjun. I fyrirlestri sínum gerði dr.
Ryzl stuttlega grein fyrir námskeiðum sem hann stendur
fyrir, þar sem slík þjálfun er kennd.
Próf. Dr. Werner Schiebeler, parasálfræðingur var
einnig gestur ráðstefnunnar. Hann nam eðlisfræði í Þýska-
landi, kenndi eðlisfræði og rafeindafræði við verkfræði-
háskóla þar. Stundaði jafnframt rannsóknir í parasálfræði.
Eftir hann liggja margar bækur um þau efni, m.a. „Dauð-
inn - brú yfir í nýja veröld“ (Der Tod, die Brúcke zu neu-
em Leben), „Sannanir fyrir framhaldslifi einstaklingsins"
(Beweise fúr ein persönliches Fortleben nach dem Tod),
„Sannanir frá öðrum heimi“ (Zeugnis fúr die jenseitige
Welt), „Örlög einstaklinga eftir andlátið" (Die Erfa-
hrungen von Verstorbenen), „Maðurinn og tengsl hans við
Guð“ (Der Mensch und seine Bindung an Gott), „Parasál-
fræði og trú“ (Parapsychologie und Religion), „Gagn-
kvæm hjálp milli tveggja heima“ (Gegenseitige Hilfe
zwischen Diesseits und Jenseits).
70 MORGUNN