Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 120
Hverjir voru miðlarnir
Þær verða ekki endurteknar hér. Þær eru allar í bókinni,
sem ég gat um hér að framan. Ég hef aðeins tekið nokkur
ummæli frú Salvarar, sem lýsa hinni ömurlegu og átakan-
legu líðan Andrésar á tímabili ævinnar. Eiginlega má
segja að líðan hans væri lítt þolanleg, allt frá því að hann
gat farið að segja frá sýnum sínum og þar til hann hitti þá
menn, er skildu hann. Hann var alinn upp hjá frænku
sinni. En svo óheppilega vildi til að reimt var í húisinu,
Andrés sá veruna, sem gekk ljósum logum, og sagði frá.
Fyrir það var hann atyrtur og barinn og til voru þeir, sem
álitu hann hraðlyginn. Getið er um það hér aðframan
hvernig vinnufélagar hans litu á hann. „Hann var undar-
legur, ekki almennilegur,“ sögðu þeir við Salvöru.
Sannleikurinn var sá, að Andrés var mætur maður, ljúf-
ur og hæverskur í framkomu, er hann var hann sjálfur. En
hann varð stundum eins og margir menn væru í honum,
og var þá ekki alltaf þjáll viðureignar. En lítið bar á þessu
hjá okkur. Þessa hefði held ég aldrei gætt, ef við hefðu
getað haft ofltar fundi með honum. Við gátum ekki komið
því við. Þetta var um háannatímann, og svo varð þetta að
fara svo leynt. Þó varð ég að trúa innistúlkunni minni fyr-
ir þessu. En hún var bundin þagnarheiti.
Sveitaloftið virtist hafa góð áhrif á hann. Heilsa hans
var betri, er hann fór frá okkur. Sama haustið, er Andrés
var farinn, hitti Ingimar Einar H. Kvaran. Sagði Einar að
transfudirnir væru nú mun betri en áður og meiri ró væri
nú yfir Andrési. Þakkaði Einar það dvölinni á Mosfelli.
Þeir höfðu á einum fundi, eftir að Andrés kom frá þaðan,
endurtekið, að þeir að handan, hefðu ráðið því hvert hann
fór þetta sumar.
Mér þótti vænt um þessi ummæli. Hann hafði flutt mér
og okkur, sem sátum fundina, ótal sannanir fyrir því, að
118 MORGUNN