Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 61
Dularfull fyrirbrigði
landi fyrir nálægt íjórðungi aldar. í bænunum er ávalt
lögð rík áhersla á það, að þessari lækningu sé ekki unnt að
fá framgengt án vilja og fulltingis drottins, og guð er beð-
inn um aðstoð við þetta starf, bæði til þess að hjálpa hin-
um sjúka manni og til að birta jarðneskum mönnum mátt
sinn o.s.frv.
Að bæninni lokinni og stundum ofurlitlum viðræðum
við þá, sem viðstaddir eru, fer norskur læknir að tala.
Hann mælir á „nýnorska“ tungu, talar með öðrum orðum
eina af hinum mörgu norsku mállýskum, með mjög
norskum hljómblæ. Miðillinn getur ekki talað það mál, né
heldur neinn þeirra, er enn hafa heyrt það. í fýrstu veitti
örðugt nokkuð að skilja lækninn, bæði vegna hljómblæs-
ins og eins vegna þess að hann viðhafði stundum orð, sem
enginn viðstaddur hafði heyrt áður. Sum þeirra hafa síðan
fundist í orðabók Ivar Aascus, önnur í öðrum norskum
bókum.
Þegar læknirinn hefur gert vart við sig, flytur miðillinn
sig á stól hjá rúmi sjúklingsins og fer höndum um hann.
Læknirinn talar á meðan, sumpart við sjúklinginn, sum-
part við aðra viðstadda, sumpart við aðstoðarmann sinn,
danskan mann, Jensen að nafni, sem á að liafa látist fyrir
eitthvað 20 árum. Hann segir Jensen fyrir um eitt og ann-
að viðvíkjandi lækningatilrauninni. Stundum heyrist Jcn-
sen svara utan við miðilinn, t.d. í rúminu fyrir ofan sjúk-
linginn. Áður en læknirinn skilur við sjúklinginn biðst
hann ávalt fyrir á norsku og dregur krossmark yfir sýking-
arstaðnum í nafni heilagrar þrenningar. (Hjá öðrum sjúk-
lingi hér í bænum, sem hann er að gera tilraun við, flytur
hann stundum bænina á frönsku, enda segir hann að sér
hafi veitt jafnlétt að tala frönsku og norsku í sínu jarð-
neska lífi. Miðillinn kann ekki nokkurt orð í þeirri tungu.)
MORGUNN 59