Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 87
Boðsenclingin
á síðustu stundu þegar neyðartilfelli báru að höndum. Iðu-
lega með undursamlegum hætti.
Það hefur oft leitt huga okkar að því, að yfir þessari, nú
fámennu, afskekktu byggð, væri hulinn verndarkraftur,
sem héldi verndarhendi yfir okkur.
Sú hugsun hefur veitt mörgum okkar öryggiskennd og
sætt okkur við búsetu okkar, þó ekki hafi verið hrópað
hátt um það.
Árneshreppur, Trékyllisvíkin og aðrir staðir hans, búa
yfir fágætri fegurð, sem vart á sinn líka. Bæirnir, býlin,
hvert og eitt, hjúfra sig í návist og faðmi hinna stórbrotnu
og tígulegu ijallgarða og tinda þeirra, sem gnæfa eins og
turnar í himinhæð á þeirri listasmíði, sem þeir eru hver og
einn, og mynda víða tvöfaldan fjallahring bakvið byggð-
ina. Og úthafið á aðra hlið með Qörðum, víkum og vog-
um, í margbreytileik sínum.
Allt er þetta undurfagurt.
Ýmsir þeirra, sem hafa heimsótt þessa byggð, hafa talið
sig verða vara við þá dularmögnun sem yfir henni hvíli,
líkt og hulinn verndarkraftur.
Oft er eins og þetta hafi ásannast og við þreifað á því
með sannindum.
Sú frásögn, sem ég hef nú sett á blað, er eitt dæmi þess.
bví er hún, meðal annars, sögð hér.
MORGUNN 85