Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 122
Hverjir voru miðlarnir
minna borið á sýnum hennar og dulargáfum á því tímabili.
Það er algengt fyrirbæri með dulrænt fólk, að hæfileikar
þess hverfa svo að segja, ef það veikist alvarlega, saman-
ber ummæli Einars H. Kvaran um Guðmund Kamban,
sem var mikill miðill. Guðmundur veiktist alvarlega og
þeir að handan lokuðu honum alveg frá áhrifum hins dul-
ræna heims. [...]
Til allrar blessunar náði Margrét heilsunni. Og þrátt fyr-
ir snjóndepru, sem [háði] henni á síðari árum, [var] and-
leg sjón hennar skýr og heilbrigð og mun hafa aukist með
árunum. [...]
Ég kynntist Margréti lítilsháttar fyrir mörgum árum. Ég
trúði því þá að takast mætti að hafa samband við fram-
liðna, þvi að þá hafði Andrés Böðvarsson sannfært mig.
En til andlegra lækninga þekkti ég ekki. Ég fór því til
hennar fyrir forvitni sakir og til að rabba við hana, en ekki
til að leita mér lækninga. Ég mun aldrei gleyma því
hvernig hún tók mér. Hún átti vistlegt heimili vestur í bæ.
Ég spurði um starf hennar viðkomandi lækningunum, því
að um þær hafði ég mikið heyrt talað.
Margrét sagði mér að margir kæmu, margir leituðu
hjálpar við ýmiss konar krankleika. Hún kvaðst gera það
sem hún gæti fyrir alla, sem leituðu til sín. En hve marg-
ir fengju bata vissi hún ekki, því að fólk gleymdi að láta
hana vita. Þó gerðu sumir það.
Hún sagði mér frá litunum, sem hún sá umhverfis mig.
Ég man að hún sá mikið af gulum litum og svo bláum.
Hún sagði mér margt fleira, sem ég man ekki svo vel, eft-
ir öll þessi ár, að ég þori að fara með það. Þegar ég fór
bauð ég henni borgun. Nei, peninga vildi hún ekki.
Mér féll Margrét mjög vel í geð. Andrúmsloftið var svo
fullt af friði inni hjá henni, að mér leið alveg sérstaklega
120 MORGUNN