Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 139
Hugheimar
hvort sem menn eru svo þroskaðir að þeir hafi þar mikla
meðvitund eða ekki, þá verða þeir að komast þangað áður
en þeir fæðast aftur. Og kynni þeirra af hinum hærri
svæðum hugheima verða þeim mun meiri og verulegri,
sem þeir hafa tekið meiri framforum i andlegum efnum.
En það er ekki aðeins að meðvitundarlíf þeirra þroskist
eftir því sem þeir taka meiri framforum í andlegum efn-
um, heldur lengist dvöl þeirra að sama skapi í þessum
veruleikans heimi. Því að sannleikurinn er sá, að meðvit-
und manna þokast stöðugt hærra og hærra upp eftir hin-
um mismunandi tilverustigum eða heimum náttúrunnar.
Villimenn, sem standa á mjög lágu þroskastigi, hafa
miklu minni meðvitund og ófullkomnari í öðrum heimum
en á jarðríki og á lægstu svæðum geðheima, fyrst eftir
dauðann. Og í raun og veru er hið sama að segja um lítt
þroskaða menn okkar á meðal. Þeir menn, er hafa tekið
dálitið meiri þroska en villimenn, hafa fremur stutta dvöl
í hugheimum og þá eins og gefur að skilja, aðallega á hin-
um lægstu svæðum þeirra. Hins vegar dvelja þeir mest
allan tímann frá því er þeir deyja og þangað til þeir fæð-
ast aftur, í geðheimum. En dvöl þeirra styttist þar að sama
skapi sem hún lengist í hugheimum og þeir hafa tekið
meiri framförum í andlegum efnum. Og þegar maðurinn
hefur tekið verulega miklum vitsmuna- og andlegum
þroska, getur varla heitið að hann dvelji nokkuð að ráði í
geðheimum, heldur hefst hann lengstan tímann við ofar-
lega á lægri svæðum hugheima. Þá hefur og meðvitund
hins innra manns glæðst svo mjög að dvöl lians í hug-
heimum skiptist í tvennt. Hinn seinna og styttra hluta
hennar lifir maðurinn á hinum hærri svæðum hugheima,
þ.e. vitheimi og er þá aðeins íklæddur orsakalíkamanum.
Og upp firá þessu fer líf hans í hugheimum að taka sams
MORGUNN 137