Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 127
Hverjir voru miðlarnir
stein og leiðbeindi honum meðan honum entist aldur til.
Að lokum var Hafsteinn orðinn svo náinn vinur íjölskyld-
unnar að hann var meðal þeirra, sem stóðu við banabeð
Einars.
I ellefu ár starfað Hafsteinn á vegum Sálarrannsóknafé-
lagsins hér. En í mörg ár hefur hann starfað sjálfstætt. Það
hefur sína kosti, en líka ókosti. Að vísu er Hafsteinn orð-
inn mjög þjálfaður miðill, og hefur sterka stjórn að baki
sér hinum megin frá, og er það auðvitað mest um vert. En
það er engin leið að fylgjast eins vel með lífi miðilsins og
starfi, nema fastur hringur sé líka hér megin frá og þá þeir
menn, sem þekkingu hafa á spíritismanum og miðlunum.
Andstæðingar spíritismans nota sér þetta óspart. En það
er það, sem spíritistar verða að forðast, að gefa slíkum
mönnum minnstu átyllu til grunsemda. [...]
Hafsteinn var skyggn frá því að hann man fyrst eftir sér.
En dult mun hann hafa farið með það og sagt fáum, nema
móður sinni og gamalli konu, sem á tímabili var með hon-
um. Hann var svo lánssamur að mæta hjá þeim skilningi,
því að báðar sáu það, sem aðrir ekki sáu. Báðar tóku þær
það fram, að hann hefði ekki orð á þessu við aðra en þær.
Eitthvað var nú skrýtið við þetta, hugsaði hann, fyrst
allir máttu ekki vita þetta. Þannig leið æskan að Hafsteinn
var fáorður um sýnir sínar. Þó bar við að Hafsteinn hitti
menn og mann, sem hann trúði fýrir þessu. Meðal þeirra
Ólaf bónda á Hellulandi. [...]
Skyggnilýsingafundi var ekki farið að hafa fyrr en hann
var orðinn æfður transmiðill. Að mínu áliti er Hafsteinn
afar sterkur transmiðill. Á flestum fundum telur einhver,
stundum allir fundarmenn, sig hafa fengið samband við
látna vini eða ættingja. Þá er þeim oftast lýst og sagt hvar
þeir dvöldust meðan þeir lifðu hér, og þá einnig lýst stað-
MORGUNN 125