Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 2
I^íðasta ávarp forsetans, licrra Nveiws IBjöi'ii**onar, til lijodariimar Flutt 1. janúar 1952 ENN ER ÁR liðið í aldanna skaut. Eins og önnur ár, skilur það eftir mis- jafnar minningar, sumar sárjir, aðrar ljtif- ar. Ég hef ástæðu til að þakka sérstaklega fyrir gamla árið, — alla þá alúð og hlýju, sem mér var sýnd sjötugum og í sjúk- leika mínum að undanförnu. Einnig vil ég þakka viðtökur þær, er- ég hlaut á ferðum mínum um landið. Ég kom á nvjar slóðir, hitti margt fólk, sem mér var ókunnugt áður eða kunnugt af afspurn einni. Náttúrufegurð íslands er rómuð af út- lendum og innlendum, formfegurð fjall- anna hrífur hvern mann. Sífelldur breyti- leiki í línum og litum mætir auga ferða- mannsins. En fulla nautn af fegurð lands- ins og annan skilning á því fá menn að- eins með því að kynnífst fólkinu, sem hyggir það. Þetta hefur verið fyrri revnsla mín á ferðum mínum um landið og stað- festist hún fullkomlega á ferðum mínum í sumar. Kynni mín af fólkinu voru mér mikil uppörvun og ollu mér aldrei von- brigðum. Hvergi varð ég var við barlóm, vonleysi um framtíðina né vantrú á land- ið og gæði þess. Víða mátti sjá miklar framkvæmdir undanfarinna ára og full- ur áhugi ríkti um að halda í horfinu, bæta við bæði um jarðrækt og aðrar verklegar framkvæmdir. Ég kom á fæðingarstað Jóns Sigurðs- sonar, Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þótt fátt minni þar nú á bernskuspor hinnar miklu frelsishetju og aðeins standi eftir af bað- stofunni, sem hann fæddist í, einn fall- andi veggur, er enn ilmur úr jörðu á þess- um stað. Byggðiu þar er fámenn og víða annars staðar þar sem ég kom, hafði safn- azt saman fleira fólk. En þarna var þó meira af ungu fólki, að því er mér virtist. A Hrafnseyri er óbrotinn minnisvarði um Jón Sigurðsson. Það er gott að höggva í stein minningar um forna frægð og unnin afrek til örv- unar síðari kvnslóðum, en þjóð, sem 'horf- ir fram og vill ekki einungis una við Ijóma liðins tíma, þarf fyrst og fremst að leggja alúð við menntun og uppeldi æsku- lýðsins, sem innan stundar á að leysa hina eklri af hólmi. Nú á tímum heyrast oft raddir um það, sem miður er í fari íslenzkrar æsku, hóg- lífi hennar, gleðifíkn og eyðslusemi. — Margt af þessu er rétt og fullkomið á- hyggjuefni. En mér finnst ekki ástæða til þeirrar bölsýni, sem stundum gætir í þessu sambandi. Vér skulum minnast þess, að slíkum dómum hefur ekki ein- ungis æska vorra tíma orðið að una. Æskuna og oss hin eldri, sem slíkan dóm felldum, virðast stundum skilja mildl höf. Rosknir menn gleyma Jjví stundum furðu 2 ÚTVAHPSTÍÐINni

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.