Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 38

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 38
Fyrir skönunu flutti Páll Jónsson kennari að Laugum frumsamda smásögu í útvarpið. Harma ég það að slík snilldarsaga skyldi eigi fá hent- ugri tima í útvarpinu, en hún var lesin að lokn- um siðari kvöldfréttum. En þá eru að minni liyggju flestir til náða gengir, aðrir en þeir sem sérstökum störfum hafa að gegna, eða þá eru að skemmta sér. Því h't ég svo á að færri hafi hlustað en ella. Fvrir um það hil 12 árum var flutt í útvarp- inu leikrit, sem mig minnir að heiti „Svörtu augun.“ Það eru vinsamleg tilmæli mín og fleiri manna að leikrit þetta verði tekið til flutnings í útvarpinu nú í vetur ef fært þykir. Eg get ekki skilið svo við þessar línur að ég ekki þakki Pétri l’éturssyni fyrir þáttinn „Sitt af hverju tagi.“ En hann hefur verið ágætur það sem af er vetri, sem og var í fyrravetur. Vonandi er að hann verði langlífari i landinu en „Lög og létt hjal,“ sem naut vinsælda á sínum tíma. Það er að lokum hón mín' og alls heimilisfólksins, og raunar fleiri, að birt verði nafn og mynd hinnar skagfirzku meyjar, sem tvívegis hefur komið fram við góðan orðstýr í þættinum „Sitt af hverju tagi. — G. Gunnars- son“. Þakka bréfið. Bið þá, sem senda bréf að skrifa helzt ful.lt nafn og heimilisfang, hvort sem það á að birtast eða ekki. Viðvíkjandi síð- ustu óskinni er þess að geta að við stöndum einmitt í samningum við skagfirzku huldukon- una hans Péturs, sem vildi verða engill við Gullna hliðið, um það að fá niynd af henni og stutt viðtal, og er ekki vonlaust að það verði í næsta hefti. Okkur er mikið í mun að fá sem flest og bezt bréf frá hlustendum, bæði um það, sem þeim líkar vel í útvarpinu og hitt, sem miður fer að þeirra dómi, einkum þó tillögur um út- varpsefni. — Ritstj. ★ NÝR SPÁMAÐUR ÉG SIT í skrifstofukompunni minni og er að búa handritin i fvrsta hefti Útvarpstíðinda til prentunar, en ég hef hvílt mig og hlustað á upplestur Thors Vilhjálmssonar. Þetta er einn af yngstu rithöfundunum, en þó vel sprottin grön eftir myndum að dæma. Ég sé og hevri HVÍT JÓL Danslagatexti frá Hauki Morthens. (WHITE CIIRISTMAS) Mig dreymir, um min æsku jól ómana fögru, „Heims um ból“. Og um bjöllunnar hljóm og harnana róm sem biðja um liækkandi sól. Mig dreymir, horfna dýrð og ró, dúnmjúkann hvítan jólasnjó og klukknanna ómfagra kliS sem að kveikir, von um Hf og frið. F. S. (Sungið í „Óskastund" Ben. Gröndal) fjölda hlustenda hrista vandlætingarfidl höfuð sín, þegar það fer fyrir ofan garð þeirra og neðan, sem þessi ungi rnaður er að lesa. En einn og einn greindur alþýðumaður mun segja: Eitt- livað er ni'i í þessu hjá lionum, og bæta svo við með vonlausum saknaðarhreimi, — en maður skilur þá ekki, þessa ungu menn, þeir eru svo andskoti háfleygir. En hvernig finnst þér þetta svo sjálfum, spyr ég minn eigin hug. Ég er ekki í neinurn vafa um það lengur, að hér er spá- maður upprisinn meðal vor. Enn talar hann þó ekki eins og sá, sem valdið hefur. Enn hefur honum ekki auðnast að gera myndir sínar eins sterkar og skáldsýn hans er. — Kannski tekst honmn það aldrei, enda er það fæstra ham- ingja, en nær kemst liann. Nú eigum við Islendingar mörg glæsileg skáldefni — við eigum ekki aðeins íþróttamenn — en hamingjan má vita hvað verður. /. 38 ÚtvarpstÍðindi

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.