Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 30

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 30
við laganámið, nema kennski síðasta ár- ið, þá lauk hann þó lagaprófi á til settum tíma, eftir 6 ár, eða vorið 1886. Sama sumar hélt hann heim til Islands og nú hófst embættisferill hans. Fyrstu árin heima var hann tvisvar settur svslumað- J ur, og málaflutningsmannastörfum gegndi hann einnig við landsyfirréttinn. En 3. nóv. 1889 var hann skipaður lands- ritari. Það embætti var þá eins konar fulltrúa- og skrifstofustjórastarf hjá lands- höfðingjanum, en landshöfðinginn fór þá með hið æðsta vald innanlands, undir yf- irstjórn íslandsráðherrans í Kaupmanna- höfn. Landsritarinn hefur því haft aðstöðu til að kynnast til hlítar öllum greinum framkvæmdavaldsins og einnig löggjaf- arstarfinu. Hefur því þetta embætti ver- ið hinn bezti skóli fyrir ungan mann, sem örlögin höfðu ætlað að verða æðsti mað- ur þjóðarinnar á sínum tíma, eins og var um Hannes Hafstein. Um sama leyti og hann varð landritari, eða 15. október 1889, kvongaðist hann og gekk að eiga Ragnheiði, dóttur Stef- áns Thordarsen, prests í Vestmannaeyj- um og konu hans Sigríðar Stephensen frá Viðey, en hún hafði áður verið mið- kona Péturs amtmans, föður Hannesar, en Ragnheiður var alin upp hjá Sigurði Melsted, forstöðumanni prestaskólans, og konu hans og var hún kjördóttir þeirra. Frú Ragnheiður var hin glæsilegasta kona. Sá ég hana oft í æsku og virtist hún bera af öðrum konum, svipað og Hannes bar af öðrum mönnum. Klemens Jónsson, sem lengi var nánasti samstarfsmaður Hannesar og þeim hjónum nákunnugur lýsir hjónabandi þeirra á þessa leið: „Frú Ragnheiður var ekki einung- is eiginkona ham í þess orðs bezta og innilegasta skilningi, heldur Uka hans bezti vinur og félagi. Þau voru svo samnjmd og samtaka í ollu, að ég efast um, að ég hafi nokkurn tíma þekkt hjón eins samnjmd og þau.“ Sjálfur segir Hannes Hafstein í afmæl- isvísum til konu sinnar, meðal annars: „Mín ástmey, mín vina, þú lukka míns lífs sem lofa mér þorðir þér sjálfs til vífs. Eg undrast það magn, sem í œsku þú ber, þig elskar og dáir hver vitund í mér. Hver afltaug, hver neistinn í anda mínum fær eld sinn og næring í kærleik þínum." Um þetta leyti fór Hannes Hafstein fyrst að gefa sig að stjórnmálum. Hann var fulltrúi á Þingvallafundinum 1888 og stóð þar á öndverðum meið við alla aðra fundarmenn, vegna þeirra skoðana, sem ég áður gat um. Varði hann þessar skoð- anir sínar af kappi og festu, þó hann stæði einn, en þó með fullri prúð- mennsku, að því er samtíma heimildir votta. Vegna þessarar afstöðu sinnar, var hann í sumum blöðum landsins kallaður „afturhaldsmaður“. Hins var síður getið, að á þessum sama Þingvallafundi, flutti hann, ásamt tveim öðrum mönnum, til- lögu um jafnrétti karla og kvenna, að svo miklu leyti, sem almenn íslenzk lög- gjöf gat þá ákveðið um slíkt, enda studdi hann eftir það jafnan réttindi kvenna. Ut af fyrirlestri, sem Hannes Hafstein hélt hér í Reykjavík um þessar mundir, þar sem hann hélt fram ýmsum róttæk- um skoðunum, kallaði eitt blaðið hann — sósialista — þ. e. jafnaðarmann og taldi, að slík stefna ætti ekki erindi til Islands og væri næsta skaðleg. Hygg ég að vísu sönnu nær, að kalla Hannes Haf- sein jafnaðarmann heldur en afturhalds- mann. En hvorugt var þó rétt. Hann var frjálslyndur umbótamaður, eins og allt 30 ÚTVABPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.