Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 35

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 35
Metso(ub«kurnAr METSÖLUBÆKURNAR s. 1. ár voru, eftir því sem ég hef komist næst hjá bóksölum í Reykjavík, Öldin okkar, Dalalíf Guðrúnar frá Lundi og sögur eftir Helga Hjörvar. Þetta eru næsta ólíkar bækur að bókmennta- gildi, enda má ætla að hér sé um þrjá kaup- endaflokka að ræða. Fjórða flokkinn ættu að skipa ljóðabókasafnendur — „ljóðavinir" fer víst brátt að verða úrelt orð — og munu þeir hafa keypt eða fengið að gjöf Ljóð Iiannesar Haf- steins eða Kvæði Eiríks frá Hæli, en þessi hóp- ur er að verða svo fáliðaður að varla mun hægt að tala um sölumet, nema þá sjaldan að svo vel veiðist að út koma kvæðabækur eftir Jónas Hallgrímsson og Tómas Guðmundsson, saman- ber upplýsingar Ragnars í Smára í Morgun- blaðinu í desember s. 1., að maður nú ekki tali um, er bók kemur frá Davíð Stefánssyni, sem enn heldur sæti sínu sem langvinsælasta ljóð- skáld þjóðarinnar. ★ KVÆÐI Eiríks Einarssonar hef ég lesið og virðist mér þar endurtaka sig hin gamla saga, er út eru gefin ljóð þjóðkunna hagyrðinga, að vísumar, sem við kunnum þegar, rísi vfir hitt. Verður vikið að því síðar hér í blaðinu. ★ SÖGUR — hinar eldri — eftir Helga Hjörvar las ég fyrir mörgum árum, og þótt ég meti Helga mikils sem útvarpssögumann og fyrir- l»«axa, hef ég jafnan sakaað þess að timi hans •ða áhugi hefur ekkl enzt honum til þess að að segja fleiri slíkar. — En ég hef staðið í hús- byggingum hin síðari ár — og stend enn, — og slíkum leyfist ekki sá munaður að kaupa bækur. En ef útgefandi sendir Útvarpstíðindum eitt þeirra fáu eint., sem óseld kunna að vera, mun ég lesa það, en fá síðan mér glöggskygn- ari mann til að segja á sögunum lof og löst. ★ SAMA MALI gegnir um Dalalíf Guðrúnar frá Lundi. Eg hef fyrirfram óbeit á rithöfundum, sem þurfa að skrifa þykkar bækur og þeim mun meiri, sem bindin eru fleiri — og þó eink- um og sér í lagi — afsakið allar kvenréttinda- konur — þegar þær eru skrifaðar af konum, þá held ég, að það liljóti að hafa verið hægt að komast af með færri orð. En kannski færi fyrir mér eins og þjóðkunn- um gáfu- og menntamanni — ef þessar bækur kæmu á heimili mitt — kona hans, sem líka er menntuð, þjóðkunn og gáfuð, sóttist mjög eftir að lesa bækur Guðrúnar frá Lundi, og dró maðurinn óspart dár að henni fyrir. En þegar bækurnar voru orðnar þrjár eða fjórar greip hann af rælni ofan í eina þeirra. Og þar eð maðurinn er auðvitað í góðu embætti, og hafði því nægan tíma, hætti hann ekki fyrr en hann hafði lokið við síðustu línu síðasta bindis. Og nú mun hann sjá um að framtíðarbæk- ur þessarar skáldkonu verði jafnan tiltækar á heimili þeirra hjóna, jafnskjótt og þær koma út. Þessa sögu sel ég ekki dýrara en ég keypti hana. En hér keniur önnur og hún er dagsönn. I fyrra vetur lá kona á áttræðisaldri í sjúkra- húsi í Reykjavík. Hún var södd lífdaga, en þó glaðleg í tali og sagði að enginn væri ofgóður að lifa eins lengi og skaparanum þóknaðist. Hún hafði fengið slag fyrir nokkrum árum „og nú er ég komin hingað til þess að lognast útaf,“ sagði hún. „En þess hef ég beðið blessaðan læknir- inn minn, að reyna að lofa mér að lifa þar til einhver hefur tíma til að lesa fyrir mig síðustu bókina hennar Guðrúnar frá Lundi. Hún heitir Afdalabarn, hefurðu lesið hana, góði minn. Það er m'i meira hvað það er mögnuð kerling. Ég hef verið mesti lesliestur alla mína ævi, en nú get ég ekki lengur haldið á bók.“ ÚTVARPSTÍÐINDI 35

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.