Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 28

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 28
um íslenkum ættum, systir Tryggva Gunnarssonar, bankastjóra, hún varð kona fjör gömul og lifði Hannes son sinn. Hannes ólst upp hjá foreldrum sínum á Möðruvöllum til ársins 1870, en það ár lét Pétur amtmaður af embætti, flutt- ust þá foreldrar Hannesar að Skjaldar- vík við Eyjafjörð og bjuggu þar, þar til faðir hans andaðist 1875. Hannes Hafstein gekk ungur í Latínu- skólann í Reykjavík og varð stúdent 18 ára gamall með hárri einkunn. Þótti hann þegar á skólaárum sínum afbragð ann- arra ungra manna, bæði að fríðleik, karlmennsku og andlegu atgjörfi. Var þá þegar ljóst, að hann mundi verða skáld, því hann hafði ort töluvert í skóla, þó ungur væri. Til er lýsing af Hannesi Hafstein eins og hann leit út árið., sem hann varð stúd- ent. Hún var eftir Björn M. Ólsen, síðast prófessor, og birtist í blaðinu „Óðni“ árið 1905. Björn segir þar meðal annars um Hannes: „Mér stendur hann alltaf síSan ftjr- ir hugskotssfónum eins og hann var pá, fullur af æskufjöri, hár vexti, prekinn um lierðar eftir aldri og mið- mjór, fremur fölleitur á hörundslit, dökkur á hrún og hrá, augun snör, en svipurinn pó hreinn og heiður, ekki sprottin grön, andlitið frítt og reglulegt, eins og pað væri mótað eftir rómverskum fegurðarlögum." Hannes Hafstein sigldi til háskólans í Kaupmannahöfn sama árið og hann varð stúdent og lagði stund á lögfræði, en sagt er, að hann hafi lagt litla rækt við námið framan af. Annað hreif huga hans og starf hans var þá einkum að yrkja ljóð, en ekki lesa lög. Hann orti mikið á háskólanum og sum af beztu Ijóðum hans eru frá þeim tíma. Árið 1882 gáfu 4 íslenzldr stúdentar í Kaupmannahöfn út rit, sem þeir nefndu „Verðandi“. Var Hannes einn útgefend- anna. Birtust í ritinu mörg kvæði eftir hann og lifa sum þeirra enn á vörum þjóðarinnar og heyrast oft sungin. Hér skal að vísu ekki rætt um skáldskap Ilannesar Hafsteins, því það verður gert af öðrum. En það eitt tekið fram hér, að eftir að „Verðandi" kom út, var Hann- es viðurkenndur sem eitt af höfuðskáld- um þjóðarinnar. Mun það fátítt, að tví- tugur maður, eins og hann var þá, setjist á þann bekk. A háskólaárnum Hannesar Hafstein voru miklir umbrotatímar í Danmörku, bæði í stjórnmálum og andlegu lífi. Aftur- haldssöm hægrimannastjórn sat þar að völdum með Esdrup í roddi fylkingar og reyndi að berja niður allar frelsishreyfing- ar.. bæði þar í landi og líka hér á Islandi. Einnig var stjórn þessi með töluvert hern- aðarbrölt og þjóðarrembing og hugðist jafnvel ná Suðurjótlandi aftur úr hönd- um Þjóðverja með hervaldi, ef tækifæri byðist, t. d. í stórveldastríði. Vinstri mennirnir dönsku vildu aftur á móti litlu til hermála kosta, né hyggja til landvinn- inga með hervaldi, heldur vinna að um- bótum innanlands, bæði í verklegum og andlegum efnum. Var geysi hörð barátta á milli flokkanna og ekki hlífst við. A sviði bókmennta og lista var háð svip- uð barátta og í pólitíkinni og fylgdu vinstri menn þar yfirleitt frjálslyndri stefnu, en hægri menn aftur íhaldssam- ari. Aðal foringi frjálslyndra manna á þessu sviði var Georg Brandes. Hannes Hafstein komst í persónuleg kynni við hann og jafnvel vináttu og varð eindreg- inn fylgisinaður hans og vinstri manna. Ég hygg, að þessi ólga og barátta, sem háð var í Danmörku á háskólaárum 28 ÚTVAEPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.