Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 9
NOKKUR ATRIÐI ÚR Hýjjau'sprédikiin 1953 eftir séra Emil Björnsson ÁRAMÚTIN eru tíini uppgjörs og reiknings- skilu hi8 ytra og hið innra. 1 clag eigum við að standa samvizku okkar reikningsskap, kristn- ir menn, á morgun kann ]>að að vera of seint. Hugsið tjkkur, að í hvert skipti sem við ritum ártal undirritum við í rauninni yfirlýsingu um að við séum kristnir menn, við miðum tímatul okkar við Krist. En að teljast kristinn maður er alvarlegt og því fylgir mikil ábyrgð vegna þess að það hrópar í himininn að játast undir merki hans, sem var heill í öllu, í friðarboðskap sínum, réttlætiskröfum, sannleiksást og mannást. Ekkert er háleitara í þessum heimi en svika- laus kristindómur, ekkert göfugra, ekkert hreinna og ómengaðra, því að svikalaus krist- indómur er Kristur sjálfur að verki. Ekkert viðurstyggilegra en yfirskin guðliræðslunnar, trú- arlegt skálkaskjól, liræsni og sjálfsánægja. En ef gengið er að samvizkunni og gert upp við hana eins og vera ber og andspænis öxinni, sem reidd er að rótum trjánna við l>essi tímamót, þá getum við ekki logið því að okkur að hinn kristni heimur, eins og -það er kallað, sé noikkuð í líkingu við guðsríki Krísts. Mikill hluti heims Iwfur um langan aldur stun- ið undir nýlenduoki kristinna þjóða, mamm- onsdýrkunin, sem Kristur varaði mest við, hefur jafnvel aldrei verið meiri meðal kristinna ]>jóða. Kristnar þjóðir hafa steypt heiminum í hyldýpi tveggja alheimsstyrjalda; og liver er boðskapur aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Tryggve Lie, um þessi áramót: Hann segir: „Eg vildi að ég gæti flutt ykkur lxughreyst- andi gleðiboðskap við þessi áramót. En ég get það ekki. Óttinn við þriðju heimsstyrjöldina hvílir á hug og hjarta mannkynnsins eins og mara. Styrjaldarliættan markar stjórnarstefnur og bindur efnahagsbyrðar af völdum vígbúnað- ar, sem hvíla þungt á mörgum þjóðum. En stjórnarstefna btjggð á ótta og hatri, á herstyrk gegn herstyrk, á hótun og gagnhótun, getur aðeins endað á einn veg, ef svo verður haldið fram sem lwrfir: með álheimsringulreið, fjölda- morðum og eyðingu." Þetta er ekki glæsileg lýsing, en hún er því miður sönn. Og er þá nokkuð cðlilegra á þessum uppgjörsdegi en að samvizkan kalli okkur fyrir simi dóm og segi: Þið hafið Krist, æðstu trú- arbrögð heíms. Hafið þið kristnir menn borið ávexti samboðna því! Við tölum ekki um heið- ingjana, sem ekki ]>ekkja Krist, þeim er meiri vorkunn. Þið teljið ]>örf að kristna þá. Og það er rétt ef í rauninni er kristnað, en krossinn ekki borinn í annarri hendi og sverðið og svip- an í hinni. Nei, við tölum ekki um heiðingjana, sem kristnir menn mættu þó oft taka sér til fyrirmyndar. Við tölum um kristna menn, sem télja sér til gildis að vera kristnir, en láta síðan nýjárssólina og guðs son ein um það að „ganga í kring ársins fagra hring og leggja smyrsl á lífsins sár og lækna mein og þerra tár,“ nema e. t. v. einu sinni á ári, um jólin t. d., þegar nauðsyn ber til að friða ýfða samvizku og láta móla detta af borðum sínum til kaunum lilað- inna fátæklinga við dyrnar. En þetta er engin lækning. Þetta er hræsni og sýndar kristindómur. Það viðurkenna állir allt í einu um jólin, að alls staðar sé hjálpar þörf, að menn þurfi að borða og klæðast. Það er betra að viðurkenna þetta aldrei, en viðurkcnna það aðeins einu sinni á ári og ganga síðan fram lijá alla hina duga ársins, cins og þeir hafi einskis orðið varir. Menn ]>urfa til matar og fata alla daga ársins. Sá, sem kemst til skiln- ings á þvi, einu sinni á ári og lætur síðan sem ekkert sc, hann er hræsnari, hann veit betur en hann gerir. Hinum, sem aldrei kemst til skilnings á því, er meiri vorkunn, honum verð- ur ekki reiknað það til jafn stórrar syndar. En sá, sem hefur vit á gott að gera, en gerír það ekki. honum er það synd, eins og skrifað stend- ur. ÚTVAKPSTÍÐINDI 9

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.