Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 10
Kirkjan er ekki stjórnmálaflokkur, sem getur á degi uppgjörs og áramóta kennt öðrum flokk- um um allt, sem aflaga hefur farið á árinu og þakkað sér allt, sem betur hefur gengið. Nei, kirkjan getur ekki unnt sér nokkurrar hvildar á meðan nokkurt böl er í þessum heimi, sem hægt er aÖ bæia úr meÖ mannlegum mætti og fyrir guðs náð. Kristnar Jþóðir og menn hafa ennjiá ekki lært að umgangast lwern annan eins og bræð- ur og systur og breyta með tilliti til þess að jörðin og öll gæði Jiessa lífs eru frá guði og eru til mannsins vegna, en maðurinn ekki Jieirra vegna. Maðurinn er takmark allra gæða Jicssa heims, en ekki tælti annarra nuinna til öflunar þeirra handa sér einum. Það á enginn neitt á þessari jörð, állt er fengið að láni og með því skih/rði að af því séu greiddir vextir til ann- arra manna, í virkri mannúð, mannást og að mannhelgihugsjónir séu virtar. Það er svo mikið af vansælu á þessari jörð, sem mannlegur mátt- ur getur bætt úr. Og öll vanlíðan, öll kröm, öll þjáning í mannheimi, sem unnt er að lækna og bæta úr, en ekki er læknuð og bætt úr, er ókristileg kröm og ókristileg þjáning, er synd. Líði maður aftur á móti þjáníngu, sem allt er gert til að linna, og maður veit það, þá er ekki um annað að gera en að reyna taka örlög- um sínum eins og maður, og slík þjáning hefur oft eflt kristilegan þroska, já, hin sárasta þjáning hefur oft orðið leið til hinnar dýpstu sælu fyrir miskunn og mátt guðs og manndóm þess sem þfáist. Orbirgð og þjáning gerir engan mann betri, ef maðurinn sem líður skort eða þjáningu veit að það er hægt að bæta úr skortinum og linna þjáningarnar, en er bara ekki gert. Slíkur skort- ur og slík þjáning elur aðeins á hatri, beizkju og bölsýni, ekki aðeins skorturinn og þjáningin einhvers staðar úti í heimi, heldur og í næsta húsi við okkur, já, e. t. v. undir sama j>aki og við erum. En munum það, að hin óumflýjanlega þján- ing má aldrei verða okkur skálkaskjól. I lienn- ar skjóli megum við varast að skáka og afsáka allan skort og allar þjáningar í mannheimi. Það þarf að byrja á byrjuninni og ganga beint til Krists og spyrja hann. Og hann segir okk- ur, samvizkan upplýst af anda hans segir okk- ur, að það þurfi fyrst og fremst að stefna að því að koma í veg fyrir að þjóðfélagsmeínin 10 ÚTVABPSTÍÐINDI myndist. Enginn ræður yfir meiri inætti til að forða yfirvofandi heimsvoða en kristin kirkja og engum er ]>að þá meiri stjnd að gegna ekki kalli mannkynsins og himnanna. Það er til al- heimsstofnun, Rauði krossinn, sem er að vísu af kristnum rótum runnin, en þó að öðru leyti óháð kirkjunni, sem skipuleggur líknarstarf og lækningastarf um heim allan, og milljónir hafa blessað þetta slarf og notið góðs af því. Þetta á kristin kirkja einnig að gera. Ekki til að keppa við Rauða krossinn, nei, það er rútn bæði fyrir kirkjuna og krossinn innan vansældarveggja þessa heims. En Rauði krossinn hefur ekki farið beint inn á J>á braut, að hafa áhrif á að breyta hugsunarhætti mannanna í þá átt að ekki þurfi til allra þessara fijáninga að koma, eins og t. d. af völdum styrjalda, enda er þar vettvangur kirkjunnar, þar hefur hún sitt sérstaka hlut- verk að rækja í þfónustu guðs og manna fram yfir allar aðrar stofnanir. Kirkfan á að forða slysunum, koma í veg fyrir þjáningarnar, ráða stefnunni á mannkynsbrautinni ]>ótt aðrir hafi stjómariauma ytri máiefna með höndum, \og miða stefnuna við Krist, og ekkeri nema hann. Gengju kirkjunnar menn, já, allir þjónar Krists, fram fyrir skjöldu, og krefðust friðar t nafni Krists, í nafni lífsins á Jiessari jörð ]>A myndi fólkið taka undir. Það vantar forystu friðarhreyfingar, forystu sem enginn toriryggir, þrátt fyrir allt trúa menn kirkjunni bezt, hún myndi eignast hjurtu fólksins, hún myndi forða heiminum frá tortýmingu ef hún tæki heils- hugar upp friðarmerki Krists og léti það áldrei framar fálla. Hún ein, kirkja Krists, mun geta ráðið niðurlögvm hervæðingarinnar á báða bóga, með vopnum andans einum, þeirrar gagn- kvæmu hervæðingar sem þjóðirnar óttast mest og auka jafnframt mest svo hrapalega og and- stætt öllu viti sem það er. Það er viðkvæðið að vígbúizt sé í varnarskyni, og það skal ekki rengt, a. m. k. getur enginn sakað lslendinga um árásarhug. En þess ber vel að gæta að það er ekki einn, heldur állir sem segjast hcrvæðast í vamarskyni, það er álls staðar hin yfirlýsta ástæða. Það hefur aldrei verið liervæðst í heiminum í árásarsktjni. Nú er því hrópað í himininn á kirkju Krists að hún sveigi þjóðirnar af þeirri braut, sem ]>ær tiú ganga. Það þarf að færa friðarriki Krists, sem hefur verið flutt á fölva stjörnu að allra

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.