Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 7
Bækumar héldu velli RABBAÐ VIÐ GUNNAR 1 ÍSAFOLD ÞVÍ er ekki að leyna að í haust var nokkur uggur í bókaútgefendum og öðr- um áhugamönnum um bókmenntir, og bjuggust margir við, að bóksalan yrði mun minni nú fyrir jólin en hin undanfar- andi ár, bæði vegna minkandi kaup- getu almennings og hins, að nú var fjöl- breyttara úrval en nokkru sinni áður af öðrum vörum til jólagjafa. Nú er það að mestu komið í ljós hve raunin hefur á orðið. Utvarpstíðindi sneru sér í þessu tilefni til Gunnars Einarssonar forstjóra ísafoldar. Og hér sitjum við árla morguns and- spænis þeim manni, er gefið hefur út fleiri bækur en nokkur annar íslending- ur. Það mun ekki of hátt áætlað, að á þeim rúmum 20 árum, sem hann hefur stjórnað ísafoldarprentsmiðju, hafi hann tekið ákvörðun um útgáfu eitt þúsund bóka. Flestir rithöfundar þessa tímabils hafa átt við hann skipti, meiri eða minni, enda er hár hans fyrir löngu orðið grátt. Heyrt hef ég sagt að Gunnar í ísafold sé ekki lambið að leika sér við, þegar því er að skipta, en hversdagslega er hann síbrosandi spaugari, sem leysa vill hvers manns vanda. Við fyrstu kynni er hann brynjaður varkárni, eins og vera ber um mann í mikilli ábyrgðarstöðu, og inn í ríki hans ryðst enginn á skítugum skónum. En þeim, sem auðnast að ganga á móts við hann af einurð og vinsamlegri hreinskilni, þeim er aldrei úthýst, jafnvel þótt annríki sé mikið, og Gunnar í ísa- fold er aldrei iðjulaus. En starfsþrek hans og dugnaður er svo mikill, að hann er uppi eldsnemma á hverjum morgni, og fari hann ekki í sundlaugarnar, veitti honum ekki af að ganga einn eða tvo hringi kringum Reykjavík, áður en hann fengi ró í bein sín til að setjast í skrif- stofustólinn sinn, þar sem hann getur þó aldrei setið kyrr. Gunnar í ísafold er enginn unglingur lengur, þótt hann sé yngsta barn móður sinnar, Katrínar Einarsdóttur, sem keik og lifandi ber sín 98 ár og fer brátt að tifa upp á síðasta ár sinnar aldar, enda er hún ættuð af Rangárvöllum og ná- skyld Helgu Brynjólfsdóttur í Hafnar- firði, sem verður 105 ára í sumar. En það þykir amlóðaháttur í þeirri ætt að verða ekki a. m. k. níræður. Faðir Gunnars hét Einar Ólafsson og var Reykvíkingur í marga ættliði. Var hann sjómaður og áttu þau hjón heima hér í bæ allan sinn bú- skap. Hann dó 1934. Gunnar er fæddur 1893. Gerðist prent- nemi í ísafold 16 ára, fór svo til Dan- merkur, er hann hafði lokið námi, var þar í eitt ár, en réðist síðan til Félagsprent- smiðjunnar. Tveim áru'ni síðar gerðist hann verkstjóri í ísafold og prentsmiðju- stjóri 1929. ★ — Ýmsir spáðu illa fyrir bókasölunni nú um þessi jól. En betur fór en á horfð- ist, segir Gunnar í ísafold. Og ef vitur- ÚTVARPSTÍÐXNDI 7

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.