Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 4
fljótt, hvernig þeir voru sjálfir í æsku. Ég vil með þessum orðum benda á, hve skeikulir dómar vorir geta verið og hvetja menn til að vera ekki miður skyggnir á kosti unga fólksins en galla þess, til að sýna skilning og mildi í dómum og leita orsaka þess, sem aflaga fer. Vera má, að nokkur sök finnist hjá þeirn, sem eldri eru. Þeir eru margir, sem vanda um við æskulýðinn, en hve margir eru þeir, sem hann getur með stolti tekið sér til fyrir- myndar. Ef menn kref jast reglusemi, elju og hóf- semdar af fólkinu, sem er að vaxa upp, þá verður það að finna þessa kosti í fari þeirra, sem ráða fyrir því. Annars er eng- in von um árangur. Vér skulum gera oss ljóst, að æskulýð- ui' nútímans hefur ekki ástæðu til að vera hrifinn af allri sinni arfleifð. Vá og voði hafa sjaldan verið tíðari gestir í mannheimi. Þegar æskan og ellin horfast í augu, þá er meiri ástæða fyrir hina eldri til að líta undan. Ef vér tileinkuðum oss meira af kjarna kristindómsins, þá myndi ferill mann- kynsins ekki sýna eins miklar sjálfsskapar hörmungar og raun ber vitni. Vér þurf- um að tileinka oss meiri sanngirni, meiri góðvild, meiri mildi. Vér þurfum að læra að bera meiri virðingu fyrir skoðunum hvors annars, þótt oss greini á, en ætla okkur ekki að dæma eða ráða einir. Það er trúa mín, að þau vandamál séu fá, sem eigi er unnt að leysa með góð- vild og gætni. Æskan og framtíðin eru óaðskiljanleg hugtök. Ef vér viljum skapa þessari þjóð betri tíð en vér búum sjálfir við, þá þurf- um vér að leggja alúð við uppeldi ungu kynslóðarinnar. Vér megum ekki láta oss nægja, þótt vér vitum, að oft vaxi styrkir stofnar umhirðulaust á víðavangi, því að kræklurnar eru miklu algengari við slík skilyrði. Ræktun lýðsins er ekki vanda- minni er ræktun landsins, en allir vita hvernig fer í þeirn efnum, ef menn leggja sig ekki alla fram. Hver kynslóð á að ala næstu kynslóð upp og láta hana njóta þess bezta, sem hennar eigin og fyrri kynslóða reynsla hefur skapað, gera hana skyggna á bresti, sem háðu fortíð og nútíð og benda á brautir, sem geta leitt til meiri farsældar. Góð menntun, samúð og góðvild eru þau leiðarljós, sem munu leiða oss til betra lífs í landi voru, því að hvort tveggja er golt: landið og fólkið. í þeirri trú, árna ég öllum íslendingum árs og friðar. Jflkob Tbororenseo Kvæði Jakobs Thorarensens, er birtist í bessu hefti með leyf.i höfundar, er úr ljóðabókinni I Irínmætur, sem út kom s. 1. haust. I henni eru 43 kvæði. Tilkomumest finnst mér Fjallagrös, en jiað hefur áður verið prentað í víðlesnu riti. í Ijóði um Jón Magnússon skáid látinn er Jressi vísa: Þann veg steigstu fjörva fetin fram, í verki og trú, að skáldinu eigi minna metinn manninn birtir þú. Þetta er vel sagt og rétt lýst Jressu góða skáldi og manni, sem allir, er einhver kynni höfðu af, sakna. Bækur Jakobs Thorarensens eru. Ljóð: Snæ- ljós 1914, Sprettir 1919, Kyljur 1922, StiUur 1927, Heiðvindar 1933, Haustsnjóar 1942, Hrað- kveðlingar og lmgdettur 1943, Hrímnætur 1951. Sögur: Fleygar stundir 1929, Sæld og synd- ir 1937, Svalt og bjart 1939, Amstur dægranna 1947. Enn fremur ritsafnið Svalt og bjart I—II 1946. — Jakob er fæddur 1886. 4 UTVARPSTIÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.