Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 26

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 26
að erfiðara hafði verið að skapa það, svo miklu erfiðara en öll önnur tré og yfir- leitt allt á jörðinni. Eins og hver annar stórbrotinn listamaður, varð honum á þessari stundu ekki hugsað til alls þess, sem hann hafði vel gert og hlotið hafði ótvíræða viðurkenningu, heldur einung- is um það verkið, sem minstan skilning hlaut, það verk, sem hann hafði lagt alla sál sína fram við að skapa. og án þess að hljóta nokkra gleði að launum. Og það var einmitt svo nauðsynlegt að þetta verk heppnaðist; hann gat ekki hugsað sér til- veru mannkynnsins án þess, hins mikla og tilgangsríka innihald þess. Og vissulega hafði hann á réttu að standa. Hann var mikill skapari, og það vissi hann bezt sjálfur. Hann hlaut að vita það bezt, hvar hann hafði vandað sig mest. Honum fannst, að mannverurnar væru sér sannarlega variþakklátar, og kynnu sízt að meta það sem hann hefði bezt af hendi leyst. Ekki er gott að segja, hversu lengi hann sat í þessum hugleiðingum. Tíminn líður mjög hratt í eilífðinni, og vængjatökin af smæstu hugsun Herrans eru áraþús- und fyrir okkur. Þá var það, að annar maður gekk á vit Herrans; en í þetta skipti var það sjálfur höfuðengillinn Gabríel. — Það veit ég, að þú getur ekki gert þér í hugarlund, hvernig ástandið er orð- ið niðri í paradísinni, mælti hann, því það er satt að segja með ólíkindum. Menn- irnir halda áfram að reyna að eyðileggja allt, sem þú hefur skapað, finna upp verstu prakkarastrik, sem þeir geta, og skemmta sér þeim mun betur sem ódæð- in eru meiri. I hávaðanum fær maður hellu fyrir eyrun; en ávöxtunum af skiln- ingstrénu kasta þeir hver gegn öðrum í 26 útvarpstíðindi hinum versta tilgangi, svo að ávextirnir springa með ógnþrungnum hljóðuin og, það sem verst er af öllu, róta upp jarð- voginum á sjálfu gróðurlendinu. Þeir bölva og ragna svo hörmung er að lieyra og segja glaðhlakkalega, að þeir séu miklu vitrari en sjálfur Guð„ því að þeir geri miklu stæfri uppfinningar en þú. Og stórfenglegar vélar eiga þeir, sem brjóta allt sundur, er þær keyra yfir; og í loft- inu hafa þeir stórar eftirlíkingar af fugl- um, sem spú eldi og brennisteini til þess að eyðileggja sem mest. I helvíti hef ég — sem betur fer — aldrei verið, en ég held, að einmitt þannig hljóti að vera þar. — Þetta er viðurstyggð. Og orsök alls þessa er sjálft skilingstréð. Það hefð- ir þú aldrei átt að gefa þeim, og það sagði ég reyndar strax í upphafi. Já, láttu þér líka sem þú vilt, en Httu á, hvernig kom- ið er! Og Herrann leit niður til jarðarinnar og sá, að allt þetta var satt. Þá blossaði reiðin upp í almáttugri og særðri ;:kap- arasál hans, og augu hans skutu nei; tum. Og hersveitir sínar sendi hann út, en þær tóku vítisvélar mannanna og brutu þær, stríðsvagnana, eldsprauturnar og galdatækin, og hröktu mennina ásamt öllum hinum djöfullegu uppfinrtingum 'þeirra út í eyðimörkina Savi, þangað sem ekkert grær. Og hann innsiglaði paradís og setti tvo engla við hlið hennar, hvorn með logandi blys og brennanda sverð í hönd. Og eyðimörkin lá fast að jöðrum paradísar, alveg þangað sem hliðið var. En þar ríkti nú hið undursamlegasta líf. Sólskin og græn veröld, vor og sæla. því að maðurinn var á brott. I lofti var dásamlegur ilmur, og söngur fuglanna ríkti í heilagri kyrrð. En hinir útskúfuðu stóðu álengdar fyrir utan og sáu inn

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.