Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 33

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 33
ur marg sannað, að þau gátu ekki, nema að litlu leyti komið í hans stað, og sízt þá. Andstæðingar Hannesar Hafsteins risu upp á móti símamálinu af fádæma offorsi. Menn voru sendir út um landið til að safna mótmælaundirskriftum móti símanum og fólki sagt, að hann mundi setja landið á hausinn og gera okkur fjárhagslega háða Dönum. Mótmæla- fundi var hóað saman hér í Reykjavík og hann kallaður „bændafundur", þó Reykvíkingar væru þar auðvitað í marg- földum meiri hluta. Þar var hrópað „nið- ur með ráðherrann" og annað eftir því. Man ég tæplega eftir öðrum eins æsing- um eins og út af símamálinu. En hvað sem á gekk, hikaði Hannes Hafstein hvergi; hann kom símamálinu í gegn um þingið 1905, árið eftir var síminn lagður og líkaði þá held ég flestum vel og öll- um síðar. Á hinum fyrri stjórnartíma Hannesar Ilafsteins var lagaskólinn stofnaður 1908, stofnun háskólans undirbúin, fræðslulögin sett 1907, kennaraskól- inn stofnaður 1908, nýju fjármagni veitt til atvinnuveganna og skógrækt hafin. Margt fleira mætti telja. — Þá var glæsi- legt framfaratímabil. Eins og fyrr segir voru flestir Islend- ingar í fyrstu ánægðir með stjórnarbót- ina frá 1903. Svo var þó ekki um alla. Síðasti danski Islandsráðherrann, Albertí, sem síðar reyndist glæpamaður, hafði komið því ákvæði inn í stjórnarskrána, að mál íslends skyldu borin upp fvrir konungi í ríkisráði Dana. Nokkrir menn risu þegar gegn þessu ákvæði og vildu ekki láta ganga að þeim skilmálum. Þeir voru flestir utan þings og gátu því ekki rönd við reist í bili. Þessir menn stofn- uðu nýjan stjórnmálaflokk, Landvarnar- flokkinn. Fór hann fljótlega að bera fram nýjar kröfum á hendur Dönum; ki-afðist hann að ísland yrði frjálst sambandsland Danmerkur og sumir landvarnarmanna fóru að tala um fullan skilnað við Dan- mörku og stofnun lýðveldis. Landvarnarflokknum jókst fljótlega fylgi, en þó einkum stefnu hans, því hún náði fljótt langt inn í raðir beggja hinna flokkanna. Að lokum tók Valtýingaflokk- urinn gamli, sem nú kallaði sig Þjóðræð- isflokk, algerlega upp stefnu Landvarn- armanna, að því er virtist og runnu þess- ir 2 flokkar saman í einn flokk: Sjálfstæð- isflokkinn fyrri. Gerðust nú kröfurnar um aukið sjálfstæði háværar og var þjóð- in í raun og veru einhuga um að.krefjast aukins frelsis, þó menn greindi á um leiðir. I samblmdi við för alþingismanna til Danmerkur 1906 og konungskomuna ár- ið eftir, náðist svo samkomulag um að skipa nefnd Dana og Islendinga til að semja um samband landanna. Hannes Hafstein var í þessari nefnd, ásamt 6 öðrum alþingismönnum. Árangurinn af starfi hennar var.hið svo kallaða sam- bandslaga uppkast, sem 6 hinna íslenzku nefndarmanna, svo og Danir, gengu að. en Skúli Thoroddsen klauf nefndina og bar fram tillögur, sem gengu mjög í sömu átt og sambandslögin frá 1918 urðu, en Danir töldu slíkar tillögur þá alveg fráleitar. Samkvæmt „uppkastinu" átti Island að vera frjálst sambandsland Danmerk- ur og með því gengu Danir að vísu lengra til móts við okkur, en þeir höfðu nokk- urn tíma áður gert. Þess vegna þótti hin- um 6 íslenzku nefndarmönnum rétt að samþykkja það og á það féllst nokkur hluti þjóðarinnar. Hinir urðu þó mik- ið fleiri, og þeirra á meðal margir Heima- stjórnarmenn, sem vildu láta halda til- ÚTVARPSTÍÐINDI 33

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.