Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 14
sér hið gamla ábýli sitt með rauðum hús- um og ógrynni af laufi í ýmiskonar haust- litum. Það var, ef til vill, í raun og veru ekki annað en það, sem hann sá daglega, en það leit öðruvísi út en venjulega, af því að þokan hafði skilið það frá ná- grenninu. ' Þegar bærinn birtist honnm á þennan hátt, einn út af fyrir sig, sá hann fyrst glöggt, hve fallega gamli bærinn, sem stóð efst á hæðinni, samrýmdist gulum og grænum trjátoppunum umhverfis hann, — lágar útbyggingar — og fvrir neðan gróðurmiklir runnar og umhverf- is hæðina krans af nýgróðursettum aldin- trjám. Þetta allt hafði aldrei samrýmst jafn- vel og í dag, er þokan var eins og um- gjörð um það og fyllti út í allar eyður. Ekkert mátti missast, engu var ofaukið, hver hlutur var á sínum rétta stað. Þann- ig runnið saman í þoku og græna liti, varð heimili hans meira aðlaðandi en nokkru sinni áður. Það lýsti af öruggleik og ánægju. Hann fann til rósemi og ham- ingju við að horfa á það. Skyndilega datt honum nokkuð kynlegt í liug. Hann hugsaði sér, að hann væri aleinn á jörð sinni. Hann hugsaði sér bæ- inn og sjálfan sig lifa einmana og kyrlátu lífi, á meðan þokan umkringdi þá eins og hvítnr múr og fæli þá fyrir heiminum. Hún átti að vera á verði um þá dag eftir dag, svo dimm, að eigi yrði um komist, að ekki einu sinni ferðamenn, er ækju um veginn uppi í skógarjaðrinum, vrðu þeirra varir. Pósturinn með svörtu töskuna átti ekki að rata veginn heim að bænum, í nið- dimmri þokunni. Engir gestir, engir ó- kunnir, áttu að rata akveginn að trjá- göngunum, er lágu heim að húsinu. Ekk- ert frá umheiminum átti að finna veg heim að bænum og ekkert frá bænum átti að finna veg til umheimsins, Vetur átti að fylgja hausti, sumar átti að fylgja vori með hægum umskiptum. Snjór átti að falla og þiðna aftur, engi og tré áttu að klæðast grænu og hið græna átti að fölna og eyðast. Kuldi og hiti áttu að færast yfir á víxl, en þrálát þokan átti þrátt fyrir það að vera Tcyrr. Draumalífi áttu þeir að lifa, hann og bærinn. Starf að fylgja starfi, uppskera að fylgja sáðtíð, bökun að fylgja bruggi í liægum umskiptum. Kýr áttu að mjólkast, sauðir að klippast, garn spinnast og dúk- ar úr skínandi dregli rekjast úr vefstóln- um. Af eigin vinnu sinni áttu þeir að nevðast til að lifa. Ekkert átti að flytjast þangað og ekkert átti að flytjast þaðan. Sú þraut er þjáði þá, átti að vera þeirra eigin. Aðeins sjálfum sér áttu þeir að treysta. Þeir áttu að búa eins og á eyðiey úti á reginhafi, sem öllum sjófarendum væri ókunnugt um. Það sem hreif Friðsam mest, voru lík- urnar til að komast á þennan hátt hjá ógnum hins mikla ófriðar. Hann rétti handleggina út frá sér og talaði til þok- unnar: — Vertu hér þoka, vertu hér framveg- is! Það eru hræðilegir tímar sem yfir- standa. Láttu mig komast hjá að lifa þá! Vertu á verði um heimili mitt, með hvítu múrana þína! Láttu mig lifa hér á óðali feðra minna óvitandi um, hvað gerisbaf ofbeldisverkum og blóðsúthellingum! Láttu mig og fólk rnitt vera lrér við vinnu sína, án þess að truflast af fréttum um óhamingju ókunnugra manna! Fuglar munu stundum finna veg til vor. en vér skulum ekki grennslast eftir, hvort þeir beri nokkur boð undir vængj- um. Stundum um morgna munum vér heyra vesalings geðveiku förukonuna 14 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.