Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 12
■ ÞOKAN Eftir Sehnu Lagerlöf 4 HAUSTMORGUN einn 1914, á fyrsta ári ófriðarins mikla, sló yfir næsta dimmri þoku í hinu friðsama og kyrr- láta héraði — er var nærri ósnortið af stórtíðindum heimsins, þar sem Friðsam- ur bjó. Þokan var þó ekki svartari en svo, að hann gat séð yfir allan garðinn og öll útihúsin, en lengra varð ekki heldur séð. Hann sá enga akra, engar hæðir og eng- an skóg. Allt hans daglega nágrenni var horfið. Hann hefði getað ímyndað sér, að hann byggi á litlum einstökum hólma langt úti í reginhafi. Hann var óvanur þessu þrönga útsýni, svo óvanur, að hann fanii til sárra þrauta yfir augunum. Það var eitthvað dapur- legt við það, að geta ekki litið óhindrað í kring um sig, og þegar hann gekk þenn- an morgun, sem venjulega, yfir garðinn, var hann órór og kvíðinn, eins og hann stæði andspænis geigvænlegri hættu. Osjálfrátt hnyklaði hann brýrnar og reyndi að hvessa augun, svo að hann gæti séð gegnum þokuvegginn. En það kom fyrir ekki: hann mátti gera sér að góðu að virða fyrir sér það sem næst var. Hálf- óánægður í fyrstu leitaði hann sér afþrey- ingar við að dást að nokkrum eldrauð- um laufblöðum, er í úðanum báru ljóma af gömlu eirkeri. I sömu andrá beindist athygli hans að hinum döggvotu köngu- lóarvefum, er þandir voru yfir jarðberja- reit, þakin fölnuðum jurtum. Hann sagði við sjálfan sig, að þessir köngulóarvefir væru fegurðarslæður haustsins, og hann hefði gjarnan viljað vita, hvort það var af þeim, er gamlar konur í fornöld höfðu lært að dylja fölnaða fegurð undir perlu- slæðum. Þessi hugsun gladdi hann og ógleði hans þvarr og hann leit í kring um sig með nýjum áhuga. Hann sá fram undan sér gamalt „astrakantré“ er gat tæpast risið undir ávaxtaþunga sínum og hon- um kom á óvart að sjá það svo forkunn- arfagurt. Þetta tré hafði þó venjulega í hvert skipti, er hann reikaði um garðinn, komið honum í vont skap með ljótleik sínum. Það var lágt og gilt. Greinar þess uxu beint út frá stoíninum,, gildar og sveigjulausar. En nú í þroskatíðinni, er greinar 'þess voru hlaðnar ávöxtum, sveigðust þær fagurlega. Þær sýndu, að þær áttu bæði lipurð og þrótt. Hann skildi að hin luralegi vöxtur þeirra var nauð- synlegur, svo að þær gætu borið þessar þungu byrðar sínar. Hann var allt í einu sáttur að fullu við þokuna. Það var hún sem gerði sjóndeildarhringinn þröngan og beindi athygli hans að smámunum. Það hefur á öllum öldum verið nauðsyn- legt, hugsaði hann, að athuga það næsta, til þess að sjá vel og skilja það rétt, sem fyrir augun ber. Þessi reynsla fékk fyllri staðfesting við næstu fótmál, er hann uppgötvaði nokkr- 12 útvarpstíðindi

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.