Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 19

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 19
Á áttræðisaímæli Gunnþórunxiar Halldórsdóttur GUNNÞÓRUNN HALLDÓRSDÓTT- IR leikkona varð áttræð 9. jan. s. 1. Hún er fæclcl í Reykjavík og hefur átt þar heima alla ævi, að undanteknu einu ári, er hún dvaldist í Danmörku og Noregi til þess að kynna sér leiklist. Hún tók snemma þátt í leikstarfsemi í Reykjavík og lék fyrsta hlutverk sitt í Fjalakettinum svonefnda hinn 6. jan. 1895, svo að ekki er langt þar til að Gunnþórunn getur minnst 60 ára leikafmælis. Gunnþórunn hefur farið með hlutverk í meira en 150 leikritum, svo að ekki séu taldir leikþættir og smásýningar hjá ýms- um félögum og á skemmtunum. Hún tók þátt í stofnun Leikfélags Reykjavíkur 1897 og starfaði í því til 1905 og síðan aftur frá 1925. ★ Hér birtist grein, er Lárus Sigur- björnsson ritaöi í afmælisleikskrá Þjóðleikhússins 9. janúar 1952. Gunnþórunn Halldórsdóttir á áttræð- isafmæli í dag. I kvöld stendur hún á leiksviði Þjóðleikliússins í sínu gamla hlutverki Vilborgar grasakonu, í Gullna hliðinu. A þeirri stundu minnumst vér þess, sem Gunnþórunn hefur lagt að mörkum í leiklistarstarfsemi bæjarins. Og það er ekkert smáræði, því að hún hefur verið starfandi leikkona í meira en hálfa öld. Um hana og Friðfinn Guðjónsson Ieikara má segja, að þau tvö séu lifandi saga og annáll leiklistarinnar í bænum, og er það happ og frami hverju leikhúsi að geta heiðrað slíka listamenn á heiðurs- dögum þeirra. Var það sögurík stund, er þau tvö stóðu saman á leiksviði Þjóðleik- hússins sem Jón bóndi og kona hans í Fjalla-Eyvindi á öðru sýningarkvöldi leik- lmssins. Nærvera þeirra þar hnýtti sam- an fortíð og nútíð í leiklistarsögunni hér. Görnul umsögn í blaði frá fyrstu árum Gunnþórunnar á leiksviðinu sýnir, að á- horfendur kunnu snemma að meta lista- konuna. Á annan dag páska 1897 sýndu þær Gunnþórunn og Stefanía Guðmunds- dóttir eintalsleikina Hjartslátt Emils og Hjartslátt Emilíu, hvor sinn leik, á litla leiksviðinu í Góðtemplarahúsinu, og sagði þá eitt bæjarblaðið, að þá hefði „annað eins blómaregn aldrei verið yfir leiksviði í Reykjavík". Blómaregn á leiksviði merk- ir ef til vill ekki mikið, því að hér stóðu saman á leiksviðinu tvær ungar stúlkur, báðar bornar leikkonur, hinar mestu, sem land vort hefur eignazt. útvarpstíðindi 19

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.