Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 13
ar fullþroskaðar grænar plómur, þœr «íð- ustu á árinu, er höfðu allt til þessa getað dulist öllum rannsóknaraugum. En það var eins og þokan hefði skerpt sjón hans og hann greip óðara hin glampandi smá- kríli. í sömu andrá heyrði hann í fyrsta skipti þenna morgunn hljóð frá umheim- inum. Há og gróf rödd hrópaði inni í þokunni: —Góði guð, vertu miskunnsamur og hjálpaðu hernaðarþjóðunum! Já, já, já, vertu miskunnsamur hernaðárþjóðunum! Hann staðnæmdist og hlustaði. Orðin bárust skírt út úr þokunni, en enginn maður var samt sýnilegur. — Góði guð, vertu miskunnsamur og hjálpaðu hernaðarþjóðunum. Já, já, já, vertu miskunnsamur hernaðarþjóðunum. þær eiga svo bágt. Blóðið flýtur í grvfj- unum eins og vatn. Já, já, já. Góði guð. Þetta hrópaði hún í sífellu. Friðsamur, er hafði sökkt sér niður í friðsamar og ánægjuríkar hugsanir á göngunni, ók sér óþolinmóðlega. Stríðið á ný! Það var ekki hægt að gleyma því eitt augnablik. Ef athyglinni var snúið að einhverju öðru, var eins og náttúran sjálf fengi rödd til þess að kalla fram í huga manns hið ofboðslega, er mætti mann- kyninu. Aftur var hrópað inni í þokunni: — Blóðið flýtur eins og vatn í gryf jun- um. Líkkestir liggja á ökrunum, háir eins og' hálmstakkar. Já, já, já, hjálpaðu hern- aðarþjóðunum! Það var auðvitað geðveika konan, er stöðugt fór þar um með bænir og söng, sem nú hafði tekið að ákalla guð, fyrir munn hinna herjandi stórvelda. Hún fór , að líkindum veginn, er lá meðfram skóg- arjaðrinum, og nú var hulinn þoku. Það var átakanlegt að heyra til hennar og þó gat hann ekki varist brosi, að 136551 aum- ingja v«e«Iingur vildi sternma stige fyr- ir heimsstríðínu með bænum sínum. — Hjálpaðu hernaðarþjóðunum svo að þær fái frið! endurtók hin geðveika kona. — Blóðið flýtur í gryfjunum eins og vatn. Hann stóð kyrr og hlustaði á meðan hann gat heyrt til hennar. Svo andvarp- aði hann og hélt áfram göngunni. Sannarlega voru þessir tímar þannig, að hver maður gat fundið hvöt hjá sér, til þess að ganga út á vegi og gatnamót, og hrópa þar um kvíða. er mönnum var kunnur. Hann stundi, er honum datt þessi ófrið- ur í hug, er því nær allt mannkynið tók þátt í og ógnaði öllum heiminum með tortímingu. Ef það væri nú flóð eða eld- gos, sem maður ætti við að stríða! Ogæf- an væri ekki minni þar fyrir, en maður fyndi ekki þessa lægingarkennd, að hún væri af mannavöldum og hlyti meðmæli af mönnum. Þá þyrfti ekki heldur að láta sér detta í hug, að fyrst það væru skynsemi gæddar verur er gripnar væru af stríðsvitfirringu, svo hlyti að finnast eitt eða annað, orð eða gerðir, sem stillt gæti æðið, þá þyrfti maður ekki á hverri stundu að leita þess með angist og kvíða, er stemmt gæti stigu fyrir eyðingunni. — Hvað get ég gert? spurði hann sjálf- an sig. Orð mín myndu ekki stoða meira en orð vesalings geðveiku förukonunnar. Og þó ... . Hann gat ekki varist þeirri hugsun, að eitthvað þyrfti að gera, að maður gæti ekki setið aðgerðalaus. A göngunni var liann kominn út í vsta horn garðsins. Og þegar hann sneri við, blasti við honum brosandi og yndisleg sjón. Þaðan fór túnið smáhækkandi upp að íbúðarhúsinu. Friðsamur sá framundan útvarpstíðindj 13

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.