Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 18
Vinsælir menn og þættir NOKKUR ÓVISSA hefur ríkt og ríkir enri um framhald þáttarins „Sitt af hverju tagi“, sem Pétur Pétursson þulur hefur séð um, við miklar vinsældir. Vonir standa þó til að hann verði oðru hvoru í vetur. Hins vegar er fullráðið að Óskastund Ben. Gröndals ritstjóra verður hálfsmán- aðarlega í vetur, hefur hún yfirleitt tek- ist vel og fengið hinar beztu viðtökur hjá hlustendum. Þá má nefna tvo aðra fasta þætti, sem eiga mikilli hylli að fagna, en það eru Óskalög sjúklinga og kynning á djass- músik ,undir stjórn tveggja vinsælla tón- listarmanna, Björns R. Einarssonar og Svavars Gests. — Þess má og geta, að okkar góði og gamli Bjarni Böðvarsson er nú á ný tekinn til við að skemmta útvarpshlustendum — ög Haukur Morth- ens syngur öðru hvoru, bæði í Óskastund- inni og hjá Pétri . ★ Frá Sjálandi og Fjóni EINS og kunnugt er er Högni Torfa- son fréttamaður starfandi fyrir útvarpið í Danmörku, sendir hann fréttir og flyt- ur erindi, er send eru hingað á plötum. Á næstunni verða fluttir þættir er hann hefur tekið á stálþráð með aðstoð frú Inger Larsen, konu Martin Larsen sendi- kennara, en hún hefur sem kunngt er áð- ur séð um útvarpsefni frá Danmörku. Að þessu sinni verður efnið Frá Sjálandi og Fjóni og einkum sagt frá göml- um íslendingum, sem þar eru búsettir, munu sumir þeirra láta til sín heyra. Enn fremur verða þættir frá Jótlandi síðar í tnánuðinum. Halldór Halldórs- son dósent íslenzkt mál og íslenzk handrit FLUTTUR verður á næstunni erinda- flokkur um íslenzku handritin, uppruna þeirra, geymd og útgáfur. Gert er ráð fyrir að erindin verði a. m. k. 5 og flytj- endur verða Einar Ól. Sveinsson próf. og Jakob Benediktsson orðabókarritstjóri. Halldór Halldórsson, hinn nýskipaði dósent í íslenzku við háskólann, mun á næstunni flytja sunnudagserindi — tvö eða fleiri — um íslenzk orðatiltæki. — Halldór er fæddur á Isafirði 1911. Hann er bróðir Ártnanns Halldórssonar skóla- stjóra. Stúdent frá Akureyri 1932. Lauk háskólaprófi í ísl. fræðum frá Háskóla íslands 1938. Var menntaskólakennari á Akureyri, unz hann var skipaður dósent. Hann hefur gefið út' Stafsetningarorðabók og Isl. málfræði handa æðri skólum, enn- fremur ritgerðina Illutlivörf, um merk- ingu orða, og Egluskýringar. ★ 18 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.