Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 23

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 23
Carl Billícb ráðinn tíl útvnrpsins Frá Tónlistardeildinni ÞAU TÍÐINDI getum við sagt að útvarpið hefur ráðið Carl Billich hljómsveitar- stjóra í sína þjónustu frá 1. febr. að telja til næstu ára- móta. Hann á að æva söng- og 1 Ijóðfæraflokka fyrir út- varpið, sem koma munu svo fram í hinum föstu skemmtiþáttum, Oskastundinni o. s. frv. Enn fremur mun hann sjá um hálftíma dagskrárlið vikulega. „Hann á að brúa bilið milli hinnar léttu og hinnar æðri tónlistar í útvarpinu", eins og tónlistar- stjóri útvarpsins kemst að orði. Seint í febrúar eða í byrjun marz mun verða útvarpað samleik þeirra Björn Ól- afssonar og Arna Kristjánssonar, en þeir leika á fiðlu og píanó Sónötu í C-moll eftir Beethoven. Strengjahljómsveit — Björn Ólafsson, Josep Felsmai>n, Jón Sen og Einar Vig- fússon — munu 7. febrúar leika Konsert í Es-dúr eftir Dvorak — þeir munu og verða í dagskránni í lok mánaðarins aði blaðamennsku í Boston um skeið og tók að rita smásögur og leikrit, en fyrsta sakamálasaga hans var Seven Keys to Baldpate, og hefur kvikmynd af þeirri sögu verið sýnd í kvikmyndahúsi hér að undanförnu. Síðan reit hann allmargar sögur, þar sem leynilögreglumaðurinn Charlie Chan er aðalpersóna. Þessar sög- ur hafa verið þýddar á fjölmörg tungu- mál og fjórar þeirra kvikmyndaðar. Sög- ur hans hafa og mjög verið lesnar í út- varp og færðar á svið í leikritsbúningi. Saga sú, sem hér hefst, nefnist The Chinese Parrot, eða kínverski páfagauk- urinn og kom fyrst út 1926. Síðan hefur hún komið út í ótal útgáfum á ensku og öðrum málum. Hún er ein af Charlie Chansögunum og gerist aðallega í auðn- um Kaliforníuríkis, héraðinu Eldorado, en kemur líka við í San Francisco og Hollywood. Andrés Kristjánsson blaðamaður flyt- ur hina nýju afbrotasögu útvai-psins. — Hann er löngu þjóðkunnur maður fyrir þýðingar sínar og blaðamennsku. Hann er fæddur að Syðri Tungu á Tjömesi 10. ÚTVARPSTÍÐINDI 23

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.