Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Síða 36

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Síða 36
f&Ad&Sa BIRT ÁN ÁBYRGÐAR DR. HELGI TÓMASSON var að rannsaka sjúkling einn á Kleppi og það undarlega skeði, að sjúklingnrinn svaraði öllum spurningum eins og hann væri með réttu ráði — Hvað hefur komið fyrir yður, spurði Helgi. — Eg sé ekki betur en þér séuð að vera heil- brigður. Þá hló sjúklingurinn og sagði: — Þarna lék ég laglega á yður. Eg setti nefni- lega upp vitlaust höfuð í morgun, þegar ég var liálshöggvinn, þetta er ekki mitt. ★ Þessi saga er frá hemámsárunum og mun vera sönn: Skömmu eftir að Bretar settu hér her á land fóm þeir að velja sér staði til braggabygginga. Einn fyrirliðinn kom með flokk manna að Kleppi og fór að mæla fyrir hverfi skammt frá spítal- anum. Dr. Ilelga leizt ekki á það að fá þessa gesti svona nærri sér, gáf liann sig strax á tal við enska stjómandan og vildi gera honum ljóst, hvar hann væri staddur, höfðu hermennimir þá þegar reist tjöld sín. Fyrirliðinn tók dr. Helga með enskri kurteisi, en kvaðst ekki geta um Þetta sagði gamla konan við þann sem þetta ritar. Hún dó nokkmm mánuðum síðar. Ég veit ekki hvort hún fékk ósk sína uppfyllta. ★ ÖLDIN OKKAR er bók, sem menn líklega fremur fletta en Iesa orði til orðs og ótrúlega margir njóta þeirrar ánægju að sjá þar nafnið sitt og jafnvel mynd, þótt hinir séu sjálfsagt enn fleiri, sem finnst, að þeir hefðu átt að vera þar, og afrekum þeirra í öldinni okkar haldið ómaklega litið á lofti. Meðal þeirra síð- astnefndu er auðvitað sá, er þetta ritar, og verður hann, eins og fleiri, að sætta sig við að sjá sín ekki getið fyrr en á næsta aldarhelmingi, 86 ÚTVARPSTÍÐINDI þokað, samkvæmt skipunum frá æðri máttar- völdum ætti einmitt að vera braggahverfi þarna. Dr. Helgi tók þá til sinna ráða. Hann ræddi við lækna sína og hjúkrunarkonur og gaf þeim þau fyrirmæli, að næsta góðviðrisdag skvldi hleypt út öllum þeim sjúklingum, sem hættu- lausir gátu talist. Svo var gert, var það eins og að líkum lætur hin mislitasta hjörð, sem dreifði sér forvitin innan um fylkingar hinna starfandi brezku liðsmanna, gerðu sumir þeim nokkurt ónæði. Daginn eftir var hinum brezku tjöldum upp slegið og ekki varð frekar af braggagerð í land- areign Kleppsspítalans. ★ BÓNDI EINN í Borgarfirði — við skulum segja að hann háfi heitið Jón átti brýnt er- indi til Reykjavíkur og ætlaði sjóleiðis frá Borg- arnesi. Ilann þurfti að bíða eftir bátnum og var boðið upp á kaffi hjá kunningjafólki. Var hann þar í bezta yfirlæti og gleymdi sér. Þegar hann rankaði við sér var komið mjög nærri þeim tíma, sem báturinn átti að leggja af stað. Jóni varð mikið um þetta, setti upp bakpokt.n og tók á rás. Þegar niður á bryggjuna kom sá hann ekki betur en að skipið .væri farið af stað. Hann ruddi sér í gegnum mannþyrpinguna og stökk. Bilið var stærra en hann ætlaði, svo hann lenti í sjónum, en var dreginn upp í skipið. — Það var gott að ég náði, stundi bóndi. — Það var nú engin hætta á öðru, var svarið. Við vorum að leggja að bryggjunni. 'hefur því ekki notið góðs af því að ofstækismenn i stjórnmálum standa að bókargerðinni, ef trúa má ritdómi vinar vors Kristmanns Guðmunds- sonar í Morgunblaðinu. En hvernig væri að efna til nýrrar útgáfu og hafa í ritnefndinni einn mann frá hverjum hinna ábyrgu lýðræðisflokka? Slíkt fyrirkomulag hef- ur oft reynst vel, og mætti taka í þá bók allt, sem hinum hefur sést yfir — af einhverjum ástæðum. Trúi ég ekki öðru en að það yrði metsölubók. Ég tek ekkert fyrir hugmyr.dina, nema þá kannski það, að fá þá að vera með. Ég geri mig ánægðan með örfáar línur. J. ú. V.

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.