Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 31

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 31
líf hans sýndi, en gekk ekki troðnar slóðir og var því lengi rnissldlinn. Auðvitað vildi Hannes Hafstein verða þingmaður, til að geta barizt fvrir áhuga- málum sínum á Alþingi. Bauð hann sig því fram á þing oftar en einu sinni á þess- um árum, en hann náði ekki kosningu vegra skoðana sinna í stjórnarskrármál- inu, því þær voru þá kallaðar afturhald. Árið 1895 varð Hannes Hafstein sýslu- maðar í Isafjarðarsýslu og haustið 1900 kusu Isfirðingar hann á þing og sat hann í fyrsta sinn á Alþingi sumarið 1901. Þegar hér var komið, hafði þjóðin skipzt í 2 harðsnúna pólitíska flokka, út af stjórnarskrármálinu og afstöðunni til Dana. Annars vegar voru Valtýingar, kenndir við foringja sinn Valtý Guð- mundsson. Þeir vildu ganga að tilboði, sem Valtýr hafði fengið hægri stjórnina dönsku að gera, um það, að Island fengi sérstakan íslenkzan fáðherra, búsettan í Kaupmannahöfn. en ætti þó sæti á Al- þingi. En þá fór dómsmálaráðherran danski með Islandsmál og var landshöfð- inginn umboðsmaður hans hér lieima og átti sæti á Alþingi fyrir hönd hans. Hins vegar voru svo Heimastjórnarmenn. Þeir vildu ekki ganga að tillögum Valtýs eða „Valtískunni“ eins og sú stefna var köll- uð; töldu þær einungis verða til þess, að draga valdið út úr landinu. Þeir vildu í þess stað berjast fyrir því, að æðsta stjórn Islands yrði í landinu sjálfu, m. ö. o., að ráðherrann yrði búsettur hér á landi — og af þessari stefnu dró flokkurinn nafn sitt. Eftir kosningarnar árið 1900 voru þess- ir flokkar hér um bil jafnir, en einn þing- maður Heimastjórnarmánna komst ekki til þings sökum veikinda og náðu því Val- týingar aðeins meiri hluta á þinginu 1901. Hannes Hafstein var kosinn sem Heima- Bernharð Stefánsson alþingismaður. Á 90 ÁRA afmæli Hannesar Haf- stein, 4. des. s. 1., efndi útvarpið til kvöldvöku til minningar um hann. Vilhj. Þ. Gíslason ræddi um skáldskap hans og las nokkur kvæði, en Bernharð Stefánsson alþm. og forseti efri deildar flutti erindi um Hannes Hafstein, þjóðarleiðtogann og skáldið. Þetta var mjög snjallt erindi, er varpaði skýru ljósi, eftir því sem hægt er í svo stuttu máli, yfir stjórnmálafeiil Hannesar, og lýsir vel hve sterkum tökum þessi afburða maður hefur náð á hugum ungra manna á sinni tíð, með ljóð- um sínum, persónuleik og stjórn- málabaráttu. Bernharð Stefánsson hefur góð- fúslega leyft Utvarpstíðindum að birta erindið. ÚTVARPS'rÍÐINDI 31

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.