Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 24

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 24
Pavadí s Smásaga eftir Par Lagerkvnst. OG HERRANN sagði: Hér hef ég búið í haginn fyrir ykkur eins vel og ég hef get- að, plantað hrísi, ertum og kartöflum, fjölda ætra jurta, sem koma mega ykkur að gagni, margs konar fræi korns, sem þið getið gert brauð úr, kókóspálmum, sykurre)T og káli, sléttað handa ykkur víða velli, sem hentugir eru til akuryx-kju, túnræktunar og garða, aflað dýra, sem auðveldlega verða tamin, og eins villi- dýra til þess að veiða, séð ykkur fyrir breytileik og frjósemd sléttunnar, dals- ins og hálendisins, fjallahlíðanna, þar sem þið getið ræktað olíuviðinn, vínviðinn og allar þær fegurstu jurtir, sem hugur vkk- ar girnist, valið fyrir ykkur margbreyti- legustu skrautblóm, allt frá bláklukkunni til lótusblómsins, látið sólina skína á ver- öld ykkar, svo þið megið vaxa og vera glöð, gefið tunglinu sess á himinhvolf- inu svo að það megi kenna ykkur að þekkja tímann, unz þið hafið borið þroska til að finna ykkar eigið tímatal, hengt stjörnurnar upp á festinguna í því skyni að vísa ykkur leið yfir hafið og beina hugum ykkar, sem ekki eruð jarðbundnir, ofar, dregið á loftið þau ský, sem veita regni gróðursins yfir landið og forsælu sept. 1915. Lauk prófi frá kennaraskól- anum 1937, var kennari í Húsavík nokkur ár, síðan við Austurbæjarskólann og Sam- vinnuskólann í Reykjavík. Gerðist blaða- maður við Tímann 1948. Hann er og rit- sjóri Dvalar. A ______________________________________/ á heitum degi, skipað niður árstíðum og séð um jafnvægisfulla skiptingu þeirra innbyrðis. Ég vona, að ykkur megi vegna vel. En minnizt þess að eta af tré þekking- arinnar, svo að þið verðið í sannleika vitrír og skilningsríkir. Og fyrstu mannverurnar lutu Ilerra sínum í auðmýkt. Við þökkum mikillega, sögðu þær. Síðan hófust þær handa við að rækta landið, sá og uppskera, margfaldast og uppfylla paradís, og viðgangur þeirra var hinn bezti. Þær átu með áfergju af skilningstrénu, eins og Herrann hafði fyrir mælt, en ekki var hægt að segja, að skilningur þeirra ykist. Þeir urðu kænir og ráðsnjallir í viðskiptum, og lærðir og máttugir á flestan hátt, en skilningsríkir urðu þeir ekki. Þetta hafði það í för með sér, að tilvera þeirra varð æ flóknari og erfiðari fyrir þá, og þeir urðu verri hvor- ir við aðra. Svo fór að lokum, að einn mannanna varð þreyttur á þessu öllu, enda hafði hann annað hjartalag en almennt gerðist, og hann gekk á vit Herrans og mælti: Mér finnst mennirnir haga sér óviturlega, þeir verða að vísu lærðari og ráðsnjallari með hverjum degi sem líð- ur, en snilli sína og lærdóm nota þeir helzt til þess sem illt er og miður vitur- legt. Ég veit það ekki, en eitthvað hlýt- ur að vera öðru vísi en skyldi með skiln- ingstréð. — Hvað segirðu, anzaði Herr- ann, áttu við 'það, að sjálft skilningstréð sé ófullkomið? Það getur ekki verið. — 24 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.