Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 34

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 34
lögum Skúla Thoroddsen til streitu. Stóðu um þetta hatramar deilur og í kosningunum 1908 biðu fylgismenn „upp- kastins" mikinn ósigur, sem leiddi til þess, að Hannes Hafstein varð að segja af sér ráðherradómi á næsta þingi um veturinn og uppkastið var úr sögunni. íslendingar munu nú almennt telja það happ að svo fór. Sanngjarnt er þó að að minnast þess, að enginn gat þá séð fyrir þá atburði, sem leiddu til fullveld- isviðurkenningarinnar 1918 og lýðveldis- stofunarinnar 1944. Líklegt má telja, að við hefðum stofnað lýðveldið, jafnvel þó „uppkastið“ hefði verið samþykkt og sennilega 4 árum fyrr, því 9. apríl 1940 hefði komið jafnt fyrir því og við þá tek- ið til okkar ráða af nauðsyn. En þetta verður að vísu hvorki sannað né afsann- að. Hitt er aftur víst, að þrátt fyrir allt, var uppkastið viss áfangi á leiðinni til fulls sjálfstæðis. því með því viðurkenndu Danir okkur þó sem samningsaðila um samband landanna, en það höfðu þeir ekki gert fyrr. Heimastjórnarmenn unnu mikinn kosn- ingarsigur haustið 1911 og Hannes Haf- stein varð aftur ráðherra 1912—14. Þá var honum falið, af yfirgnæfandi meiri hluta Alþingis, einnig mörgurn andstæð- ingum , ,uppkastsins“, að reyna aftur samninga við Dani, um sambandsmálið. Þeir samningar fóru algerlega út um þúf- ur. Danir gerðu að vísu eins konar til- boð um nýja samninga og var það kall- að „grúturinn". En hvorki Hannes sjálf- ur né aðrir vildu mæla með því. Ég heyrði hann sjálfur lýsa þessu yfir á fundi í Eyjafirði vorið 1913. Sagði hann, að við yrðum nú að bíða betri tíma um stund. Þetta var í síðasta skipti, sem ég sá Hannes Hafstein. Hann var þá enn sama glæsimennið og áður, enda ekki nema 51 árs gamall. Hann hafði til þessa verið mikill gæfumaður í. einkalífi sínu. En nú dró fljótt ský fyrir sólu. Frú Ragnheiður kona hans andaðist sumarið 1913 og náði hann sér aldrei eftir það reiðarslag, og næstu nýjársnótt andvarpar hann: „Unn mér, drottinn líknar lagsins, lausn mér veit í þinni náð.“ Hinn áður lífsglaði maður er þá far- inn að þrá dauðann. Hannes Hafstein sat síðast á Alþingi sumarið 1917. Þá um haustið veiktist liann og var veikur og óstarfhæfur mað- ur þau rúmlega 5 ár, sem hann átti eftir að lifa. Hann andaðist 13. desember 1922. Hannes Hafstein var ráðherra Islands tvö tímabil og hann átti kost á að verða ráðherra í 3. sinn. Það var árið 1915. Hann var þá kallaður á konungsfund og beðinn að taka að sér ráðherraembætti. Því neitaði hann og benti í þess stað á andstæðinga sína. Flokksbróðir hans einn lét í ljósi undrun sína yfir þessu. Þá svar- aði Hannes: „Þegar ég er kominn út fyr- ir landsteinana er ég aldrei flokksmaður lengur; þá er ég aðeins Islendingur.“ Og Hannes Hafstein var góður Islend- ingur, sem unni landi sínu af alhug og vann því mikið gagn. Ýmiss konar aðkast, sem hann varð fyrir, er nú þegar glcymt. En mörg verk han's ágæt í þágu Imds og þjóðar munu ætíð lifa í sögu Islands, sem afreksverk. 34 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.