Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 15
fara fram hjá, biðjandi hástöfum bæna. En vér skulum ekki láta oss skipta, hvort hún biður enn þá fyrir hernaðarþjóðun- um. Einhverntíma, þegar allt er um garð gengið, þegar mennirnir eru hættir að berjast og eyða hver öðrum, áttu að létta þér af og hverfa. Og vér, sem ekk- ert vitum um ógnirnar sem gerst hafa, viljum halda út í heiminn með eldhug og njóta lífsins eilífu hátíðar. Hugir vor- ir verða ekki sýktir af frásögnum um of- beldisverk og blóðsúthellingar. Hjörtu vor liafa ekki misst vonina við að heyra um slys, sem vér ekki orkuðum að bæta. Vér viljum aftur hverfa til heimsins í þeirri trú, að mennirnir séu góðir og elski friðsöm störf. Vér skulum vera eins og hinir góðu sjösofnendur, sem voru frels- aðir frá óstjórnartímunum, svo að þeir fengju að sjá, að friður og hamingja get- ur komið aftur, að neyð og bágindi eru ekki hið eina, sem jörðin býður sorg- mæddum börnum sínum. Þegar Friðsamur hafði tnlað þessi orð, heyrði hann tvö ólík hljóð. Stormhviða fór gegnum þokuna hvæsándi eins og naðra. Það var annað hljóðið. Hitt var veikt bergmál frá bæn vesalings förukon- unnar. Hjálpaðu hernaðarþjóðunum til friðar, góði guð! heyrðist úr mikilli fjar- lægð. Það líktist mest viðvörun, en hann lét ekki truflast. Láttu mig, þoka, ganga hér um garð minn! hrópaði hann, og uppgötva nýjar smáfegurðir! Kenndu mér að sjá það mesta! Láttu mig vinna það sem hæfir mér, fást við það, sem ég er maður til! Láttu mig komast hjá að flakka um land- ið eins og vitfirringur og leitast við að lagfæra það. sem ég er ekki maður til að stjórna. Þegar þetta var sagt, heyrðist á ný vindhljóð í þokunni. Honum virtist hann heyra eitthvað sem líktist: „Verði þér að ósk þinni“. En þetta var auðvitað aðeins blekking, því að nærri í sömu andrá kom hvass vindur þjótandi. Hann reif þokuna í tutl- ur og feykti henni í allar áttir. Allt fékk sinn venjulega svip og hann brosti að þeirn hugsunum, er þokan hafði vakið hjá honum og aldrei áttu að rætast. En óskum h'kum hans er hættulegt að halda fram. Náttúrukrafta'mir gera sér það stundum til illkvittnislegrar gleði að láta heimskulegustu óskir vorar rætast. Frá þessum degi varð Friðsamur þess var, að fréttirnar frá stríðinu jrjáðu ekki framar huga hans sem áður, þrátt fyrir það að þær urðu æ ofboðslegri. Allt sem gerðist virtist vera honum ókunnugt og fjarlægt, og eins og það kæmi honum ekki við. Hann rækti dagleg störf sín. án þess að truflast af hræðslu um það, að heimurinn væri að líða undir lok. Maðurinn, sem ekki skildi, að það var þokan, sem hafði heyrt bæn hans, þótt- ist hafa þroskast að jafnvægi og vizku. Hann hrósaði skilningi sínum og að- gæzlu. Oll þrá, að finna eitthvert meðal til þess að koma í veg fyrir það svndaflóð er gekk yfir heiminn, drukknaði líka í þeirri þoku, sem hjúpaði skilning hans, án þess að liann yrði þess var. Oll þrá til þess að hefjast handa, féll til jarðar í ráðaleysi, en hann var svo sljór. að hann hrósaði hamingju sinni að hafa skilning til þess að vera afskiptalaus og geta látið vera að ofbjóða sér með vonlausu erfiði. Hann vissi um aðra er ekki voru hæf- ari en hann, er gengu fram og sögðu sitt álit. En liann varð þess ekki áskynia að þeir ynnu neitt með orðum sínum. Hann líkti beim við konuna, er hann hafði heyrt ákalla guð á þokuþrungnum haustmorgn- ÚTVARPSTÍÐINDI 15

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.