Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 11
Séra Emil Björnsson og fjölskylda hans. Séra Emil Björnsson er fæddur 21. sept. 1915 að Felli í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vor- ið 1939, stundaði nám í Viðskiptaháskóla Is- lands tvo vetur, en livarf frá því námi og gerð- ist skrifstofumaður um þriggja ára skeið. A þeim árum gaf hann út tímaritið Straumhvörf ásamt nokkrum öðrum menntamönnum og var ritstjóri þess, þar til hann hóf háskólanám að nýju snemma á ári 1944 og lagði þá stund á guðfræði. Sama ár gerðist hann fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og hefur verið það síðan. Vann hann þannig fyrir heimili sínu með nám- inu, sem hann lauk vorið 1946 með fyrstu eink- unn, og hlaut í ræðugerð liæstu einkunn, sem gefin hefur verið í háskólanum við embættis- próf í guðfræði, 15 stig, og hefur aðeins einn annar hlotið jafn háa. Vorið 1947 var séra Emil fulltrúi Blaðamannafclags Islands á alþjóða- þingi blaðamanna, sem haldið var í Prag, og vorið 1949 hóf hann flutning nýs þáttar í út- varpinu, Á innlendum vettvangi, eins og útvarps- hlustendum er kunnugt. 26. febrúar 1950 var séra Emil Björnsson vigður prestur Oháða frikirkjusafnaðarins í Reykjavík, og hefur gegnt því embætti síðan með starfi sínu hjá útvarpinu. Sama ár um haustið kom út eftir hann bókin Morgunræður í Stjörnubíó. Kvæntur er hann Alflieiði Guðmundsdóttur Hafliðasonar, hafnarstjóra, Siglufirði og konu lians Theódóm Pálsdóttur Ardal. Börn: Dóra 11 ára, Björn 3ja ára, og Guðmundur á fyrsta ári. skýja baki, eins og Þorsteinn Erlingsson scgir, það jiarf að færa ]>að aftur niður á jörðirui. Það var á þessari jarðstjörnu með hinum ólýsanlegu stjarnblikum eilífðarinnar í gegnum rökkur tím- ans, það var hér sem Jesús KriMur stofnsetti friðarríki sitt, og það er kominn tími til að flytja það hingað niður aftur, úr meiningarlausri fjar- lægð, sem j>að hefur verið flutt í, flytja það beint niður í bt/ggð mannanna á þessarí jörð áríð 1932. ÚTVARPSTÍÐINDI 11

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.