Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 20

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 20
Friðfinnur Guðjón-sson og Gunnþórunn sem Jón bóndi og kona hans í Fjalla-Eyvindi eftir -Jó- lwnn Sigurjónsson, en þau liafa leikið saman oftar en nokkrir aðrir núlifandi leikarar og fáir njóta meiri vinsælda en þau. ★ ★ Gunnþórunn Halldórsdóttir lék í fyrsta skipti 6. janúar 1895. Það var hlutverkið Sigríður frá Stuðlabergi í sjónleik Indriða Einarssonar, Systkinin i Freinstadal, sem leikfélagið í Breiðfjörðshúsi sýndi. Tveim árum síðar gerðist hún ásamt nokkrum félöguin sínum og leikendum frá Leik- félaginu í Góðtemplarahúsinu stofnandi Leikfélags Reykjavíkur, og er hún nú heiðursfélagi þess félags. Á fyrstu árum L.R. var hún ein mikilvirkasta leikkona félagsins, lék 38 hlutverk stór og smá, en frá árinu 1905 og til 1930 lék hún mest- megnis utan Leikfélagsins. Á þessum ár- um kom hún fram í velflestum revyum, sem hér voru sýndar, og ávann sér orð sem langfremsta leikkona bæjarins í gam- ansömum hlutverkum. Yngsta kynslóð áhorfenda nú þekkir þó hvorki hina mik- ilvirku blómarós byrjunaráranna né rev- yu-drottningu þriðja áratugs aldarinnar, heldur hina stóébrotnu skapgerðarleik- konu, jafnvíga á gaman og alvöru, sem kemur fram á leiksviðiuu eftir 1930, þeg- ar Gunnþórunn tók aftur til starfa í sínu gamla félagi. Já, á áttræðisaldri kastaði 20 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.