Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 32

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 32
stjórnarmaður og þegar á fyrsta þingi sínu var hann aðal málsvari flokksins og raun- ar foringi hans upp frá því. Alþingi sam- þykkti stjórnarskrárfrumvarp þeirra Val- týinga, eftir harðar deilur og með litl- um meiri hluta. En á meðan á þeim deilum stóð, höfðu þau stórtíðindi gerzt í Danmörku, að hægri stjórnin hröklaðist loks úr völdum, en vinstri menn tóku við. Var álitið, að J^eir myndu taka betur kröfum íslendinga til sjálfsforræðis, heldur en fyrirrennarar þeirra , sem og varð. Ileimastjórnarmenn tóku því Jiað ráð, að senda Hannes Haf- stein til Kaupmannahafnar liaustið 1901, til að reyna að fá stjórnina til að fallast á, að æðsta stjórn Islands flyttist inn í landið. Urðu erindislok hans góð, að því er kalla má, J)ó nokkur böggull fylgdi skammrifi frá Dana hálfu, sem síðar verður að vikið. Danir féllust á að veita Islandi heimastjórn og var stjórnarskrár- breytingin um það staðfest af konungi 3. október 1903. Ráðherra íslands skvldi nú vera búsettur á íslandi og bera fulla ábyrgð fyrir Alþingi, stjórnarráð stofn- að Jrar og stjórnin yfirleitt vera innlend. Með þetta voru flestir íslendingar ánægð- ir í bili. Hannes Hafstein hafði fallið við kosn- ingar í ísafjarðarsýslu vorið 1902 og sat því ekki á þingi Jrað ár. En vorið 1903 kusu Eyfirðingar hann á þing, eins og ég gat um í upphafi, og jafnan síðan. Við þessar kosningar, 1903 unnu Heima- stjórnarmenn glæsilegan sigur og Jíótti því sjálfsagt, samkvæmt þingræðisregl- unni, að maður úr fæirra flokki yrði ráð- herra. Hannes Hafstein, sem var hinn raun- verulegi foringi Heimastjórnarflokksins, var kaljaður á konungsfund seint á árinu 1903 og formlega skipaður ráðherra ís- lands fyrstur íslendinga, 31. janúar 1904, en daginn eftir 1. febr. settist svo stjórnar- ráðið á laggirnar. Heimastjórn var feng- in: einum allra þýðingarmesta áfanga í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar var náð og síðan hefur hún verið raunverulega frjáls, fró svo væri ekki að formi til að öllu leyti. í aldamótaljóðum sínum segir Hannes Hafstein: „Starfið er margt, en eitt er bræðra bandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: Að elska, bvggja og treysta á landið." Þessar ljóðlínur, og öll ættjarðarkvæði hans yfirleit má óhætt skoða sem stefnu- skrá hans, þegar hann settist að völdum sem ráðherra. Hann vildi vinna og vann af feikna dugnaði og kappi að framför- um í landinu og aukinni menningu. En fyrst í stað mun hann hafa litið svo á, að erjur við Dani mættu biða, þar til okkur yxi fiskur um hrygg. Eitt fyrsta og jafnframt mesta stórvirki Hannesar Hafsteins sem ráðherra, var að koma á símasambandi við umheim- inn og um landið endilangt frá Seyðis- firði til Reykjavíkur. . Hann samdi um Jrær framkvæmdir við danskt félag og taldi sig hafa fulla heimild til Jiess frá Aljúngi. Sú heimild var að vísu umdeild, en eitt er víst: að síminn var ein hin mesta framför og lyfti- stöng framkvæmda, viðskipta- og menn- ingartengsla: Fyrsta verulega skrefið til að gera íslendinga að nútíma og menn- ingarþjóð. Menn skyldu nú halda, að öll þjóðin hafi fagnað því að fá símann, og þess hef ég orðið gr&nilega var, að flestir vilja liafa síma nú. En svo virðist ekki liafa verið í þá daga. Stmigið var upp á loftskeytum í stað síma, en reynslan hef- 32 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.