Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 8
lega er við brugðist er mér nær að halda að bókaútgáfa hafi aldrei staðið á örugg- ari grunni en nú. Margir óttuðust það, að hin miklu bókakaup peningaáranna væru stundarfyrirbrigði, er byggðist að mestu leyti á vöruþurð og fábreyttum innflutn- ingi. En raunin hefur orðið önnur. Bæk- urnar hafa haldið velli. Að vísu mun bók- salan hafa verið minni s. 1. haust, en hin undanförnu ög einkum hefur á því bor- ið, að barnabækur séu minna keyptar nú en áður, en það hefur nú sannast áþreifanlega að bókhneigð þjóðarinnar stendur dýpra en flestir höfðu ætlað. Og það er þess vegna sem ég er bjartsýnn á framtíð ísl. bókagerðar og bókaútgáfu. Vissulega eru margir erfiðleikar á vegi okkar, dýrtíð á efni, atvinnuskortur ger- ir mjög vart við sig bæði í bókbandsiðn- inni og í prentsmiðjunum. En ég er að vona að úr þessu rætist fyrr en varir. En það sem öll bókaútgáfa byggist á er auðvitað fyrst og fremst það, að fólkið vilji eignast bækur og hafi smekkvísi til að velja það bezta. Þetta virðist mér hafa komið greinilega í Ijós einmitt nú. — Hvaða bækur seljast bezt? — Það er ánægjulegt að geta fullyrt, að í ár héldu ]rær bækur bezt velli, sem bókmenntagildi hafa. Má í því sam- bandi nefna, að yfirleitt seldust bækur eftir ísl. höfunda betur en þýddar, jafn- vel þótt góðar væru. Vinsælustu bæk- urnar eru þó alltaf þær, sem að einliverju l'eyti geyma þjóðsagnir eða innlendan fróðleik. Þá er það athyglisvert, að nú velur fólkið bækurnar meira sjálft en áð- ur var, styðst ekki eins og að undanförnu við leiðbeiningar afgreiðslufólksins eða auglýsingarnar. Þá er enn eitt eftirtektarvert í ár. Nú skiptist salan á færri bækur en áður. Þess vegna seldust sumar mjög vel, en 8 útvarpstíðindi FÆSTIR IIAFA ráð á því - eða vilja - að lialda nema eitt — eða .tvö — dagblaðanna og fylgjast því lítið með því, sem sagt er um bækur, nema þá því litla, sem ritað er í þeirra heimilisblað. Nú er það ætlun mín, að fletta öllum Reykjavíkurblöðunum — og ef ég get, einnig þeim, sem gefin eru út annars staðar á landinu, — og birta í yfirlitsgrein bér í ritinu skrá yfir ritdóma um ísl. bækur og vitna nokk- uð i þá, eftir því sem rúm leyfir, svo að les- endur Utvarpstiðinda geti gert sér nokkra grein fyrir því bvaða bækur liafa komið út á árinu sem leið og hvernig þeim hefur verið tekið. Enn fremur rifja ég upp aðrar bókmenntafrétt- ir, eftir því sem tök eru á. Ef þetta tekst sæmilega, og mér virðist les- endur kunna að meta það, er það ætlun mín framveg.is að lofa þeim með þessum bætti að fylgjast með þvi, sem sagt er og gert í bók- menntaheiminum íslenzka. Ég veit ekki hvort ég þori að lofa venjulegum ritdómum að nokkru ráði, en allra þeirra bóka, sem okkur verða sendar munum við að ein- liverju geta. Vegna óveðranna hér sunnanlands siðustu vikur og viðgerða á raftaugum, hefur prentun ritsins tafist, er þetta hefti því síðbúnara en vera átti. Ég skal að lokum taka það fram, að ég tók við ritstjórn Utvarpstíðinda með litlum fyrirvara, kunna fyrstu heftin e. t. v. að bera þess meiri merki en skyldi, án þess að ég vilji þó gefa um það nokkur loforð að við verðum skemmti- legri eða merkilegri en upphafið bendir til. R itstj. aðrar féllu hins vegar dauðar niður. — — Eru uppi nokkrar raddir meðal bóka- útgefanda um það, að hafa meiri sam- vinnu en nú er, um val þýddra bóka? — Já. Það er eitt þeirra mála, sem við ræðum nú um þessar mundir. J.

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.