Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 27

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 27
iÞjóðarleiðtoginn og skáldið Hannes Hafstein Útvarpserindi eftir Bernharð Stefánsson alþm. í dag eru 90 ár liðin frá fæðingu hins glæsilega þjóðarltíiðtoga og skálds, Hannesar Hafsteins. Að 10 árum liðnum minnist þjóðin sjálfsagt aldarafmælis hans á verðugan hátt. En hér verða að- eins fá og fátækleg orð sögð, því hvort tveggja er, að ég er ekki til þess fær að minnast Hannesar Hafsteins svo sem vert væri og svo er það ógerningur á þeim tíma, sem hér er til umráða. Ég sá Hannes Hafstein í fyrsta sinn 6. júní 1903 á þeim kjörfundi, þegar hann var fyrst kosinn þingmaður Evfirð- inga og ég heyrði hann halda þar ræðu. Síðan eru nú liðin meira en 48 ár, en á þeim tíma hef ég aldrei orðið hrifnari af nokkrum manni, bæði af glæsileika hans og þó einkum af ræðunni, því slíka mælsku hafði ég aldrei fyrr heyrt og ég efast um, að ég hafi heyrt jafn glæsilega ræðu síðan. Ég var þá aðeins 14 ára drengur og í dýrðarríkið, hvernig þar var nú; en þeir komust ekki inn þangað framar. Og englarnir, sem ekki héldu vörðinn, gengu til hvíldar eftir erfitt dagsverk. En í skjóli hins ástsælasta trés í allri paradís sat Herrann sjálfur djúpt sokkinn í hugs- anir sínar. Greinar þess, stórar og lauf- miklar, skýldu honum í djúpri kyrrð. Elías Mar þýddi. því auðvitað hrifnæmur. Auk þess dáði ég Hannes Hafstein áður en ég sá hann, vegna ljóðmæla hans, sem ég hafði lesið, og lært sum þeirra. Getur þetta hafa aukið á aðdáun mína. En ég sá hann oft eftir þetta, bæði norður í Eyjafirði og hér í Reykjavík og það eftir að ég var orð- inn fullvaxinn maður; ég átti líka ein- staka sinnum tal við hann og einu sinni kom ég heim á heimili hans. En alltaf var aðdáun mín á honurri hin sama, eða réttara sagt: hún fór vaxandi við kynn- ingu. Ég nefni þessar persónulegu minning- ar mínar um Hannes Hafstein eingöngu sökum þess, að ég tel alveg víst, og veit raunar með vissu.. að hann hafði svipuð áhrif á fjölda annarrá manna, eins og hann hafði á mig á æskuárum. Lýsir því þetta manninum beinlínis nokkuð. Hannes Hafstein var fæddur á Möðru- völlum í Hörgárdal 4. des. 1861, sonur Péturs Hafstein, amtmanns og 3. konu hans Kristjönu Gunnarsdóttur, prests í Laufási. Pétur amtmaður var af dönskum ættum, en ólst upp hér á landi og taldi sig íslending. Hann var mikilhæfur maður og röggsamt yfirvald, á meðan hann var í fullu fjöri. Stórlyndur var liann og gerðist vanstilltur með aldrin- um. Sagt er, að hann hafi haft mikið yndi af skáldskap og nærnan smekk í því efni. Kristjana, móðir Hannesar, var af ágæt- útvarpstíðindi 27

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.