Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 25

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 25
Par Lagerftvist er nú af flestum talinn fremstur sænskra skálcla. — Tvímælalaust er hann áhrifamest- ur þeirra, enda þótt hann sé í eðli sínu frá- hverfurlþví að vera prédikari, a. m. k. sam- kvæmt þeirri merkingu, sem venfulega er lögð í það orð. Hann hefur fafnan staðið utan við alla flokka og samtákahópa, og hef- ur þó e. t. v. cnginn sænskra stórskálda staðið fastari fótum í heimi veruleikans. Og enda þótt Lagerkvist tali ekki hversdagslegt rruíl, hann er maður dfarfra líkinga, sterkra ancl- ' stæðna, langsóttra mynda, er hann samtíð- arskyggn — og þó öllu heldur framtíðarsfá- andinn í sænskum bókmenntum. Skáldsaga hans Böðullinn, sem Jón Magnússon og Sig. Þórarinsson þýddu og gáfu út á ísl. 1938, kom út í Svíþfóð árið 1933. Þar lýsir hann í rauninni hinum hryllilegu atburðum áranna fyrir siðustu styrjöld og því sem koma hlaut, blóðveldi nazismans. — Lagerkvist er fafnvígur sem smásagnahöfundur, skáldsagna, leikrita og Ijóða. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Nobels fyrir árið 1951, — en á því ári varð hann sextugur. Hann er kominn af smálenzku bændafólki og var settur til mennta. 1940 var hann kförinn í sænsku akademíuna við fráfall Verner von Heidenstams, sem þá var, ásamt Selrnu Lagerlöf, mesta skáld Svía. J. Skilningstréð á áreiðanlega að vera eins og það er, og ekki öðru vísi. Það hlýtur þú að sjá. Ekki hef ég getað gert það betur úr garði. Og ef þú veizt á hvern hátt það mætti vera betur gert, þá segðu það. Nei, það vissi maðurinn ekki. En ekki var mannkynið eins og það átti að vera fannst honum, og hvort sem skilnings- tréð var eins og það átti að vera eða hafði á einhvern hátt misheppnazt fyrir skapara sínum, þá var svo mikið víst, að mennirnir urðu ekki skilningsbetri við að neyta áváxta þess. — En tréð getur ekki verið öðru vísi en það er, mælti Herrann. Það er að vísu dálítið vandgert að eta af því, en það verður líka að vera svolítið flókin list; vjð því er ekki hægt að gera. Þið verðið að hafa eitthvað fyrir öllu, eða hvers virði væri tilvera ykkar ella. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að ykkur sé fært allt á sama hátt og smábörnum. Að mínum dómi er þetta tré hið full- komnasta, sem ég hef gert; og ef þið sýnið fram á, að þið séuð þess ekki verð- ug, þá fer líf alls mannkynsins út um þúfur. Færðu mannkyninu þessi orð mín og skilaðu kveðju minni. Með þessi skila- boð gekk maðurinn leiðar sinnar af fundi Herrans. En þegar maðurinn var farinn, sat Herrann alllengi djúpt hugsi, þvi að: hefði maðurinn talað miður fögrum orð- um um eitthvað annað af því, sem hann hafði skapað, þá hefði það ekki gert svo mikið til; en um skilningstréð þótti honum vænst af öllu, kannski vegna þess útvarpstíðindi 25

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.