Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 37

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 37
tMtldir h mMetulu ÞÁTTURINN ÍSLENZKT MÁL eðu Spurningar og svör um ísl. mál, eins og hann hét lengst af, liefur alltaf átt miklum vin- sældum að fagna, og margir munu þeir hafa verið fleiri en ég, sem söknuðu hans er hann féll niður s. 1. vetur. Nú er hann aftur kominn í dagskrána og skipta þeir því á milli sín að annast hann dr. Björn Sigfússon og Bjarni Vil- hjálmsson magister. En ekki er ég nú jafn ánargð- ur og áður. Bjcirn Sigfússon mótaði þáttinn, ef ég veit rétt. Eg man ekki eftir neinum fyrirrennara hans á þeim vettvangi, en hann er afspringur íslenzkukennslunnar. Lengi vel var spurninga- þátturinn nokkurskonar orðabelgur, senr cdlir þeir gátu í kastað, er annt létu sér um ísl. mál og vildu vanda það, en vissu ekki alltaf livað rétt var. Belgurinn var svo borinn að hljóðnem- anuni og hinir vísu lærifeður íslenzkunnar levstu frá skjóðunni og úr öllum vanda. En þeir kom- ust líka með þessum hætti í samband við ísl. þjóðina, fólkið, sem málið talaði, og skiptu v.ið það orðum, lærðu af því um Ieið og þeir miðl- uðu fróðleik, og mun þetta samstarf hafa orðið giptudrjúgt. Um það bil sem Björn tók við bókavarðar- stöðunni við Háskólann hvarf hann frá þess- um þáttum, vegna mikilla anna, en við tók Bjarni Vilhjálmsson. \hmdsezt var í sæti Björns fyrir ungan og óþekktan mann. Flestir trúðu því að þetta gæti enginn nema Björn. En Bjarni stóð orýðilega í stöðu sinni og svo vel að erf- itt var upp á milli þeirra að gera. Það var auð- fund:5 að báðir voru miklir lærdómsmenn. Ef til vill hefur Bjarni þurft meir fyrir þáttum sínum að hafa, en fróðleikur hans var traustur og fr unsctningin látlaus. Hvorugur hafa þessir lærifcður gallalaust tungutak frá náttúrunnar hendi, en það glevmist furðu fljótt, vegna þess hve þeir eru málsnjallir og sinekkvísir íslenzku- menn. Nú var sá háttur upptekinn í haust, að fá þeim báðum, Birni og Bjarna, þáttinn til um- ráða og gefa þeim frjálsari liendur. Hið fyrra var vel farið, en hið síðara miður. Þeir áttu að halda gamla laginu, leysa úr spumingum og láta þar við sitja. Eins og nú er, er þátturinn hvorki fugl né fiskur. Bjarni hefur að vísu flutt þarna ágætt erindi, en samt reynst rannninn of þröngur. Hjá Bimi hefur allt orðið of Iaust í reipunum og auk þess hefur hann i tvö skipti hent sú óheppni að hætta sér út á hálan ís, þar 'Sem smekkvísin brást lionum, þegar sizt skyldi. Mér er nær að halda að Birni láti ekki sem bezt að flytja erindi, án þess að hafa áður ritað það. Ymisleg innskot sín í mæltu máli myndi hann má út í handriti og oftast til bóta, þótt ef til vill missist við það sum skennntileg heit hans, sem manni finnast sjálfsögð og snar þáttur í persónuleika hans, en koma þvi miður oftast hart niður á skipulegu ræðumennsku- sniði. Nú vildi ég að þeir tækju það ráð, að skipta þannig með sér verkum í vetur, að annar liafi belginn en hinn flytji erindin, og liafi þann háttinn á sinn veturinn hvor. Þá verður starfið báðum óleiðara og betur til vandað. J. ★ BRÉF GAMALL KAUPANDI Útvarpstíðinda ritar langt bréf, saknar hann Tíðinda þeirra V. S. V. og Þorsteins Jósepssonar og harmar það hvern- ig kornið sé fyrir sínu eftirlæti. Hór koma glefsur: „Því miður hefur það viljað koma fyrir að það dagskrárefni, sem birt er í ritinu, liefur Jieg- ar verið ílutt í útvarpinu, Jregar blaðið berst til kaupenda. Að mínu áliti má þetta helzt ekki koma fyrir. Þá er líka tilgangslaust að vera að birta dagskrána, og mætti þá gjarnan vera í þess stað eitthvert annað efni. Samgöngur eru nú ekki betri en það liér á landi, að ]iað tekur langan tíma að koma pósti til fjarlægra staða. — Að sjálfsögðu geta einnig óvænt atvik, s. s. ótíð, ófærð o. fl. orðið þvi valdandi að pósti seinkar. ÚTVARPSTÍÐINDI 37

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.