Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Blaðsíða 5
Jalcob Thoiarensen: GÖMUL KLUKKA AíT iðni þinn jafningi finnasi mun fár, þú flaslausa, liógláta klukka. Við þökkum þér fylgd, nærri fimmtíu ár, þar fannst eigi blettur né f.rukka. Þú starfaðir þolinmóð styrjaldir tvær og starðir í hrtjnjandann niður, sá hlymur var geystur og heimurinn ær, unz hófst upp úr neyðinni „friður“. Þinn nákvæmi gangur, ið riikvísa rjál, — þó rauplaust þess einatt f>ú stynjir — það gaf þér í fjaðrirnar svolitla sál, já, sumt hvað við hyggjum þú skynjir. Þú tifaðir stöðugt og blikljósum brást á bylgjuföll gleði og nauða; þú klingdir með hýrleik um æskunnar ást, að öldnum lezt hvískrað um dauða. Þú markar af trúleik hvert mínútubil og mælir og deilir án tafar, og stingur því að oss við stundanna skil, að stytzt hafi leiðin til grafar. — Þótt aukirðu ei neinu við ysinn í borg, hin aldraða, hljóðláta klukka, með þér býr öll áranna þraut vor og sorg, öll þrá vor og höpp vor og lukka. Útvflrpstíðindi — Nýr flokkur. — Útvarps- og bókmenntablað. — Flytur dagskrárkynningu, bókmenntafréttir, raddir hlustenda, sögtir, Ijóð og skemmtilegt léttmeti. Kemur út 10 sinnum á ári, Áskrifta- verð kr. 52,00 árg., sem greiðist fyrirfram eða í tvennu lagi. Fjórðungsgjald er kr. 15,00 og lausasöluverð kr. 6,50 heftið. — Ritstjóri: Jón úr Vör. — Afgreiðsla: Bóka- verzlun Kristjáns Kristjánssonar, Ilafnarstræti 19, Retjkjavik, sími 4179. — Prentað í Prentsmiðju Hafnarfjarðar h.f. ÚTVARPSTÍÐINDI 5

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.