Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 4
Kri§tján frá Djiípa- læk gcrist verð- laimaskálil ÞVÍ EIGUM við ekki að venjast að skáld hljóti verðlaun, nema helzt að um einhvers konar samkeppni sé að ræða. En Ragnar í Smára, sem orð hefur fengið fyrir að liafa öllum útgefendum fremur, gert vel til skálda og listamanna, afhenti Bandalagi listamanna 4000.00 krónur á listamannaþinginu 1945, sem haldið var á aldarártíð Jónasar Hallgrímssonar, og skyldi þessi upphæð greidd sem verð- laun því skáldi af yngri kynslóðinni, sem Ur homi ritstjórans . . . Framhald af siSu-2. að einhver, sem áhuga hefur á að þýða bók, gerir hosur sínar og hennar grænar fyrir bóka- útgefenda, sem verður oft að treysta meir á hinn væntanlega þýðara en eigið bókavit, og hefur það oft orðið þeim síðar nefnda dýrt spaug. Erlendis hafa hin stærri forlög sérstaka menn ráðna, til þess að velja bækur til útgáfu, og er þess stundum getið í auglýsingum hverjir hafi valið, kaupendum til leiðbeininga og trausts, þegar um ókunna höfunda er að ræða, og auð- vitað þekkist það hvergi nema hér að þeir gangi helst fyrir þýðingum, sem liafa svo há- launuð störf önnur að þeir geti keppt við rit- höfunda og aðra, sem ritstörf hafa að atvinnu, með undirboðum í þýðingarlaunin. Hér ættu útgefendur að hafa samvinnu um þetta. Bók- menntaráðunautar útgáfufélaganna ættu að bera saman bækur sínar, koma sér saman um hvaða bækur ætti að þýða og hverjum væri helzt treystandi til að gera það vel. Það má kannski finna vankanta á slíku fyrirkomulagi, en kostirnir munu þó fleiri. — En orðið er laust. bezt kvæði hefði ort á tímabilinu milli listamannaþinga. En næsta þing var hald- ið s. 1. vor í sambandi við opnun Þjóðleik- hússins. Verðlaun þessi hafa nú verið veitt (að ráði Tómasar Guðmundssonar skálds samkv. heimikl Alþ.bl.) Kristjáni Einars- syni frá Djúpalæk. í tilefni þessa heiðurs birtum við rnynd af honum og eitt þeirra Ijóða, er hann telur sig bezt hafa gert á „verðlaunatímabilinu'. Kristján hefur gefið út fjórar ljóðabækur. Sú fyrsta „Frá nyrztu ströndum" kom út 1943, „Viltur vegar“ 1945, „í þagnarskóg“ 1948 og „Lífið kallar“ 1950. Kristján er hugkvæmt skáld og mikill alvörumaður, honum lígg- ur mikið á hjarta. En eins og títt er um slíka menn er honum ekki jafn sýnt um að hefla og fága. Eg, fyrir mitt leyti, ann Kristjáni vini mínum frá Djúpalæk, þessa frama, en eins og hann veit manna bezt, er ég van- ur að segja til vamms eigi síður en kosta, þeim er ég vil vel og vænti góðs af. Þessi verðlaunaheiður á ekki að vera honum síður til áhyggjuefnis en gleði. Vandi fylgir vegsemd hverri. Eins og nú er háttað um ljóðagerð hér- lendis er mjög örðugt að dæma uin það, hvaða skáld frekast hefðu átt að koma til álita við þessa verðlaunaveitingu. Hvert er bezta kvæðið á umræddu tímabili og hver orti það? Þeir, sem um fjölluðu, hafa sjálfsagt átt úr vöndu að ráða. Þeir hafa þó svarað spurningum um höfund- inn, en gaman hefði verið að heyra hvert kvæðið væri. I tilefni verðlaunanna bað ég Kristján að velja kvæði hér til birtingar, og þá helzt það, er hann héldi sjálfur að hann liefði bezt gert í umræddu tímariti. — Hann benti mér á það, sem'hér er prent- að. J. 4 ÚTVABPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.