Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 12
hennar. Hún fagnaði honum kuldalega, félagar hennar gerðu hins vegar að gamni sínu við hann og spurðu hann illkvitnis- legra spuminga og brostu. Hann var þar aðeins fáeinar mínútur og þegar hann kom aftur vakti ég athygli hans á því, að það hefði verið hellt öli í annan vas- ann á vorfrakkanum hans. Hann fór úr frakkanum, snerist hvatlega á hæli og horfði andartak yfir að borði fjölleika- stúkunnar. Eg þerraði af frakkanum hans og hann sagði við mig brosandi: Þökk, ambátt. Þegar ég færði hann í frakkann strauk ég hann í laumi yfir hakið. Hann scttist í þungum þönkum. Ann- ar vina hans bað um meira öl og ég tók krúsina hans til að fylla hana. Eg ætlaði einnig að taka ölkrús Txxx. Nei, sagði hann og lagði hönd sína á mína. Þessi snerting olli því að hönd mín varð máttlaus og hann veitti því víst athygli, því hann dró undir eins höndina til sín. Um kvöldið bað ég tvisvar sinnum fyr- ir honum á hnjánum við rúmið mitt. Og ég kyssti af gleði hægri hönd mína, sem hann hafði snortið. III. Einu sinni gaf hann mér blóm, stóran vönd. Hann keypti þau af blómasölukon- unni um leið og hann kom inn, þau voru fersk og vönduð og það var næstum allt, sem hún hafði í körfunni. Hann lét þau liggja drykklanga stund fyrir framan sig á borðinu. Hvorugur vina hans var í fvlgd með honum. Eg stóð eins oft og mér gafst færi á bak við súlu og gægðist til hans og hugsaði: Wladimierz Txxx heitir hann. Það leið máske klukkustund. Hann leit iðulega á klukkuna. Eg spurði hann: 12 ÚTVARPSTÍÐINDI Eruð þér að bíða eftir einhverjum? Hann leit til mín annars hugar og sagði: Nei, ég er ekki að bíða eftir neinum. Hverjum ætti ég að vera að bíða eftir? Eg hélt kannske að þér væruð að bíða eftir einhverjum, sagði ég aftur. Komið þér hingað, svaraði hann. Þau eru til yðar. Og hann gaf mér allan vöndinn. Ég sagði þökk, en ég mátti ekki mæla í svipinn og ég hvíslaði því bara. Blóð- rauð gleði hfeif mig með sér, og ég stóð með andköfum niðri við afgreiðsluborð- ið þar sem ég átti að biðja um eitthvað. Hvað viljið þér? spurði afgreiðslu- stúlkan. Já, hvað haldiðþér? spurði ég aftur. Hvað ég held, sagði afgreiðslustúlkan. Eruð þér gengin af vitinu? Getið þér hver gaf mér þessi blóm, sagði ég. Umsjónarmaðurinn gekk fram hjá okk- ur. Það kemur enginn með ölið herrans með tréfótinn, heyrði ég hann sagði. Wladimierz gaf mér þau, sagði ég og þaut af stað með ölið. Txxx var ekki farinn. Ég þakkaði lion- um aftur þegar hann stóð upp til að fara. Það kom á hann, og hann sagði: Eg keypti þau eiginlega hana annarri stúlku. Nú-jæja, hann hafði máski keypt þau handa annarri stúlku. En ég fékk þau en ekki hún, sem hann hafði ætlað þau. Og hann leyfði mér einnig að þakka sér fyrir. Góða nótt, Wladimierz. IV. Morguninn eftir var rigning. A ég að fara í svarta eða græna kjólinn minn í dag? hugsaði ég. Þann græna. Því

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.