Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 17
1.—31. marz 1952.
Erindi um
sjóvinnu.
JÓNAS Jónasson skipstjóri flutti erindi
um sjóvinnu á námskeiði, sem haldið var
s. 1. haust við Sjómannaskólann fyrir unga
sjómenn. Voru þau tvö, og var gerður að
þeim góður rómur, hér talaði reyndur
maður og framsetning hans var mjög
greinileg og athyglisverð. Fyrra erindið
flutti Jónas í útvarpið fyrr í vetur að ósk
ýmsra, nú flytur hann seinna erindið í
þessum mánuði.
Jónas er maður á áttræðis aldri. Hann
var á þilskipunm í meir en hálfa öld og
lengst af skipstjóri á togurum bæði í
Reykjavík og Iíafnarfirði. Hann sigli öll
styrjaldarárin, bæði hinnar fyrri og þeirr-
ar síðari. En nú er hann hættur sjósókn,
sem von er um svo gamlan mann.
★
Frá Stúdentafélagi
Reykjavíkur
STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur
heldur uppi góðum skemmtunum fyrir
félaga sína, svo sem undanfarandi vetur.
Er sá háttur hafður á, að ýmis skemmti-
atriði eru tekin á þráð og verður sumt
af því efni flutt í útvarpið á vöku Stúd-
entafélagsins. Ekki er þó enn búið að
ákveða hvernig dagskráin verður, en með-
al skemmtiatriða verður fundur í Aka-
demíu íslands, sem Karl Guðmunds-
son leikari og hermikráka flytur. Mun
mörgum leika forvitni á að vita hvemig
hann velur í þessa merku samkundu og
hvað þar verður til umræðu.
★
Nýlega efndi Stúdentafélagið til um-
ræðufundar í Listamannaskálanum og
átti að verða um menningarmál. Fram-
söguræður fluttu Hendrik Ottóson, séra
Ingimar Jónsson, Kristmann Guðmunds-
son., Jóhannes úr Kötlum og Tómas Guð-
mundsson. Var mest talað um nútíma-
Ijóðagerð.
Margir hafa átt von á því að þessum
fundi yrði útvarpað, enda voru ræður
manna teknar á stálþráð, óvíst mun þó
hvort svo verður.
★
Kvöldvaka
Rímnafélagsins
RÍMNAFÉLAGIÐ eru samtök fræði-
manna og annara áhugamanna um út-
gáfu rímna og rannsóknir á þeim. Hefur
félagið þegar hafið útgáfustarfsemi sína
og gaf það út fyrir nokkrum árum rímur
eftir Guðmund Bergþórsson. Síðastliðinn
vetur efndi það til vöku í útvarpinu og
flutti dr. Björn Karel Þórólfsson þá fróð-
legt og eftirminnilegt erindi um rímna-
öldina og gildi þessa merkilega tímabils
fvrir málvísindi og bókmenntir.
Nú mun aftur efnt til slíkrar vöku og
hefur Jakob Benediktsson orðabókarrit-
stjóri tekið saman samfellda dagskrá um
þessi efni.
★
Þá mun Landssamband Hestamanna
taka að sér að skemmta landsmönnum
eina kvöldstund á næstunni, með frá-
sögnum af gæðingum og hestamönnum,
verða þar fluttar vísur og kvæði og les-
ið upp úr ritum um hesta.
ÚTVARPSTÍÐINDI 17